Tímarit Máls og menningar - 01.09.2006, Page 57
U n g u r K ó p v o g n i n g u r …
TMM 2006 · 3 57
Þorað að kafa
upp í kok
og niður í maga,
neglt þig á spýtu,
stungið í kviðinn,
otað til þín ediki,
riðið þér á japönsku,
týnda litla skólastelpa,
en aldrei mun ég ganga
með grímu fyrir vitunum.
Mengun er náttúra,
bílar íkornar
og dauði líf,
veistu,
svolgrað í mig blóð þitt
kjamsað á holdinu,
smjattað á lærunum,
hundunum gefið garnirnar
en höfuðleðrið sjálfum mér,
augun á gaffal,
rassinn á grillið,
boðið mér til veislu og skálað í botn
– ég hefði klárað verkið,
svallað fram til morguns,
kúkað þér svo á stofugólfið
litið undan,
sofnað
og beðið þess
að heyra dyrabjöllu hringja.
Engan sens?
Å
eru víðar en A
og öll mín B eru djók,
bandstriksbúum brandari.