Tímarit Máls og menningar - 01.09.2006, Blaðsíða 69
Í s l e n s k m á l p ó l i t í k
TMM 2006 · 3 69
á báðum vígstöðvum, sama fólkið talaði bæði lélega dönsku og lélega
íslensku – vegna þess að það sletti svo mikilli dönsku.
Nú getum við andað léttar yfir þessum vanda því Danir hafa breyst úr
ógnandi herraþjóð í huggulega bjór- og smurbrauðsfélaga hér á landi –
þótt sú umbreyting gangi hægt á Grænlandi og í Færeyjum og virðist að
einhverju leyti vera að ganga til baka í afstöðu þeirra til nýrra innflytj-
enda í Danmörku. Sumt af því sem kom til fyrir áhrif dönsku í máli afa
okkar og ömmu er nú orðið notalegt, gamaldags mál frá horfnum tíma
eins og að tala um fortó fyrir gangstétt, og að eiga siffonera og skenka í
betri stofunum. Það kemur því mörgum í opna skjöldu að tískuorðtakið
um að hvaðeina sé í farvatninu mun komið úr dönsku skv. Mergi málsins
eftir Jón G. Friðjónsson. Venjulegum Íslendingum hefur þótt þetta
orðtak einkennilegt, hafa jafnvel talið farvatn vera kjölfar og því ekki
skilið sprokið. Orðið er ekki í algengum íslenskum orðabókum en í
dönsku er það talið komið úr hollensku, og merkir það vatn sem hægt er
að fara um. Það sem er í farvatninu er því á leiðinni, er að koma.
Sú nýbreytni var eitt sinn tekin upp í Ríkisútvarpinu að hætta að
mæla tímann í kortérum – orði sem er dönskusletta að upplagi – og tala
þess í stað um fjórðunga. Klukkan var þá ekki lengur kortér yfir sjö á
morgnana, heldur fjórðung gengin í átta. Til samræmis var talað um
þriðjung stundar, þannig að klukkuna gat vantað þriðjung í níu þegar
hún var tuttugu mínútur í níu, samkvæmt almennri málnotkun á 7.
áratug síðustu aldar. Á einhverju stigi málvöndunar hefur sú hugmynd
skotið rótum að það gæti misskilist að tala um að klukkan væri tuttugu
mínútur í átta, og viðmælandi gæti skilið það svo að hún væri tuttugu
mínútur gengin í átta. Líklega munu fáir tala þannig að tuttugu mínútur
í átta geti þýtt nokkuð annað en að klukkuna vanti tuttugu mínútur í
átta. Hér má því ætla að sé á ferðinni ofvöndun sem hefur verið fundin
upp á borði málvöndunarmanna, eins og sú nýbreytni að tala um fjórð-
unga og þriðjunga. Sú nýbreytni mæltist að vísu víða vel fyrir og mörg
urðu til að fagna henni. Raunvísindamenn voru þó margir uggandi yfir
þessari fordæmingu kortersins á þeirri forsendu að það væri dönsku-
sletta. Þeir óttuðust réttilega um hag mínútunnar ef sami kvarði yrði
lagður á uppruna hennar, og þar á eftir minntust menn sekúndunnar og
fór þá að styttast í að tíminn stöðvaðist á Íslandi – nema þessum útlendu
slettum yrði þyrmt.
„Gleðilega rest“ er algeng kveðja þegar líður á jólin. Sumir segja
„gleðilega rest“ strax eftir jóladag en aðrir bíða lengur áður en farið er
að tala um rest. Hægt er að staldra við orðið „rest“. Það kemur ekki fyrir
í Blöndalsorðabókunum, hvorki hjá Sigfúsi né Ásgeiri, og í orðabók