Tímarit Máls og menningar - 01.09.2006, Síða 70
G í s l i S i g u r ð s s o n
70 TMM 2006 · 3
Árna Böðvarssonar er það merkt með spurningarmerki, sem táknar
vont mál, orð eða merkingu sem ber að forðast í íslensku. Þau orð sem
hafa fengið á sig þennan dönskustimpil hafa oft ekki átt sér viðreisnar
von í vönduðu íslensku máli nema hægt væri að sanna með dæmum að
þau hafi þekkst hér á landi áður fyrr á árunum. Menn hirða minna um
það þótt Þjóðverjar þekki orðið „rest“ í ofannefndri merkingu, sömu-
leiðis enskumælandi menn og jafnvel Rómverjar hinir fornu sem notuðu
sögnina „resto“ um að vera eftir, grunlausir um að „rest“ ætti eftir að
verða vont mál og jafnvel dönskusletta í fornmálinu íslensku tvö þúsund
árum síðar. Svona er um margt af hinum óhreinu orðum íslenskunnar.
Þau eiga sér langa sögu í flestum skyldum málum og hafa sennilega sum
verið jafn lengi eða lengur í munni forfeðra okkar og mæðra, og eiga því
síst af öllum orðum skilið að vera útskúfuð með þessum hætti, þó að þau
hafi ekki alltaf ratað á bækur fyrr en seint, frekar en jólakveðjur almennt
sem eru ekki skjalfestar á íslensku fyrr en í bréfi Brynjólfs biskups
Sveinssonar frá 7. janúar 1667, eins og fram kemur hjá Árna Björnssyni
í Sögu daganna. Brynjólfur skrifar: „Með ósk gleðilegra jóla, farsællegs
nýja árs, og allra góðra heillastunda í Vors Herra nafni. Amen.“
Að vina ókunnuga
Málfátækt vex nú hröðum skrefum og er algengt að málvöndunarmenn
ergi sig á blæbrigðalitlum stíl. Frægt er að vitna til hins ríkulega orða-
forða Inúíta um snjó og snjókomu. Við höfum hingað til getað bjargað
okkur á því sviði líka og vandséð er hvað við eigum að gera við nýlega
þýðingu úr ensku á powder eða úr þýsku á pulver sem íslenskir skíða-
menn þýða nú með púðursnjó eftir vel heppnaðar skíðaferðir sínar í
Alpana og Klettafjöllin. Í skíðalyftu í Bláfjöllum hefur heyrst að væri
púðursnjór uppi og aðspurður svaraði lyftuvörður spurningu svona um
hvort það væri eitthvað annað en lausamjöll: „Ja, ég er nú bara frá Ísa-
firði og það er alltaf talað um lausamjöll heima en þeir kalla það púður-
snjó hérna.“ Á heimasíðu skíðasvæðisins í Skálafelli er þessi skilgreining
á hugtakinu: „Púðursnjór = laus, þurr snjór – snjóað hefur í logni.“ Ekki
verður séð að þetta orð bæti neinu við merkingu orðsins lausamjöll, sem
er miklu fegurra orð og kliðmýkra. Púðursnjór hefur ekki ennþá fallið á
seðla Orðabókar Háskóla Íslands, sem sýnir hvað hann er nýr í málinu.
Aðaláhyggjuefnið er að umfjöllun um púðursnjó feyki honum þangað
inn áður en við hin sprengjum hann úr skíðabrekkunum og breiðum
lausamjöll á þær í staðinn.
Alkunna er að við tölum ekki eins við allar aðstæður. Við högum