Tímarit Máls og menningar - 01.09.2006, Page 72
G í s l i S i g u r ð s s o n
72 TMM 2006 · 3
Mörgum þykir höfuðnauðsyn að málfar sé rökrétt og gangi upp í
reikningsformúlu. Að sumu leyti er þetta krafa okkar vísindalega sinn-
uðu tíma því að í flestum fögum er nákvæm orða- og hugtakanotkun
mikilsverð. Gallinn er sá að hefðbundið málfar er ekki alltaf jafn rökrétt
og vísindi vorra tíma vilja helst vera.
Þannig háttar til um þá málvenju að eitthvað sé helmingi meira en
annað, Jói borðaði helmingi meira en Gunna, Bjössi er helmingi feitari en
Gummi og svo framvegis. Það er hægt að efna í ágætt kaffitímaþras með
því að spyrja hvað átt sé við með þessum orðum. Í nefndum dæmum eru
nákvæmir útreikningar að vísu óviðeigandi því eiginleg merking er bara
miklu meira og miklu feitari. Alvara málsins eykst þó ef fjármálafyr-
irtæki auglýsir helmingi meiri ávöxtun hjá sér en öðrum. Þá viljum við
vita hvort átt er við 100% meiri ávöxtun eða bara 50%. Samkvæmt rök-
réttri orðanna hljóðan er hægt að halda því fram að það sem er helmingi
meira en eitthvað annað sé bara 50% meira. Í almennri málnotkun hátt-
ar samt þannig til að þetta orðasamband þýðir oftast nær að eitthvað sé
100% meira. Þessi óvissa hefur orðið til þess að í kennslubókum í stærð-
fræði er ekki hægt að nota hið hefðbundna málfar heldur verður að tala
um tvöfalt meira. Má því segja að tilraunir til að leiðrétta málfar með
rökvísina að vopni hafi hér gert málið fátækara.
Bræðurnir hötuðu hvorn annan og áttu heima í sitt hvoru húsinu.
Mörg gætu átt það til að gretta sig við þessi orð og finnast rangt með
farið. Öðrum finnst þetta fullkomlega eðlilegt – málfræðilega. Afstöðu-
munurinn byggist á því hvort menn leggja kröfuna um rökrétt málfar til
grundvallar eða miða fremur við almenna málvenju.
Útfrá sögulegri málfræðilegri rökvísi væri kórréttara að segja: Bræð
urnir hötuðu hvor annan og áttu heima í sínu húsinu hvor. Tilraunir til að
leiðrétta þessa fornafnanotkun í munni fólks, það er að hindra það að
hvor annar beygist þannig að við tölum um hvorn annan en ekki hvor
annan, og láta ekki sitthvoru útryðja hvor sínu, hafa orðið til þess að rugla
fólk alveg í ríminu þegar þessi orð hrjóta út úr því. Mörg staldra við eftir
að hafa sagt hópana vera í sitthvorri stofunni, umorða setninguna og
segja sinn í hvorri stofunni, í sinni stofunni hvor eða hvor í sinni stofunni
eða eitthvað og missa svo þráðinn í því sem þau ætluðu að segja. Með
nokkrum rökum má því segja að hér hafi tilraun til að beita sögulegri
málfræðilegri rökvísi á daglegt tungutak orðið til þess að fæla fólk frá
eigin tungumáli. Kristján Eiríksson hefur í bók sinni um Máltækni bent
á að tilhneigingin til að beygja hvor annar um hvorn annan byggist á því
að við lítum nú á þessi tvö orð sem eitt og beygjum þau samkvæmt því. Í
þessum dæmum færi því vel á að leggja hin sögulegu rök til hliðar.