Tímarit Máls og menningar - 01.09.2006, Blaðsíða 73
Í s l e n s k m á l p ó l i t í k
TMM 2006 · 3 73
Þau sem hafa lent í að kenna útlendingum íslensku taka iðulega eftir
óskýranlegum rökleysum í tungumálinu þar sem við hin tölum áhyggju-
laus eins og ekkert sé sjálfsagðara. Hinir erlendu nemendur spyrja til
dæmis eftir reglunni fyrir því að við skulum nota töluorð í hvorugkyni
með klukkunni sem er kvenkynssorð: „Klukkan er tvö“. Og þau spyrja:
„Hvers vegna ekki: ‚Klukkan er tvær‘?“ Í stað þess að svara bjargar kenn-
arinn sér á flótta og flækir málið með því að benda á símanúmerin sem
eru hvorugkynsorð en taka samt með sér karlkyn: „Í hvaða númer ætl-
aðir þú að hringja?“ „Fimm fimm einn, þrjátíu og þrír fimmtíu og fjór-
ir.“ Nemendunum finnst þetta yfirleitt ekki vera neitt svar en áður en
þeir ná að spyrja frekar út í þær reglur sem þarna búa að baki getur
kennarinn mátað þá með því að benda á húsnúmerin sem við höfum
alltaf í hvorugkyni, óháð kyni götunnar: Laugavegur tvö, Hátún þrjú,
Ægissíða eitt.
Kannski er það vitleysa að vænta reglna í tungumáli okkar. De Gaulle
hafði á orði að það væri ekki vandalaust að stjórna Frökkum, þjóð sem
byggi til 365 tegundir af ostum. Hvað megum við þá segja um þá hug-
mynd að vænta rökhyggju í tungumáli þjóðar sem telur það ágæta við-
skiptahætti að selja eignir sínar og leigja þær síðan aftur af kaupand-
anum og láta seljandann um að greiða kaupandanum söluverðið í leigu
áður en hann flytur út.
Annað dæmi um það hvað rökhugsun og málnotkun fara oft illa
saman má taka af því hve mörg eru farin að segja „athyglivert“ með
engu essi, segja að eitthvað sé mjög athygli vert – með þeim hætti að
þeim sem svo mælir er greinilega í mun að láta ekkert ess heyrast; eins
og hann sé að ofvanda sig með því að segja ekkert ess. Sennilega er þessi
ess-lausa orðmynd þannig til komin að fólk hefur farið að velta essinu
um of fyrir sér; hugsað sem svo að verður tæki með sér eignarfall, til
dæmis í einskis verður, og að kvenkynsorðið athygli væri ekki til athygl
is í eignarfalli, heldur til athygli. Því hlyti að vera réttara að segja athygli
verður – sem fær einnig stuðning af því að þegar við slítum orðið í
sundur segjum við að einhver sé allrar athygli verður. Hérna verður þó
að játast að rökfræðin má sín lítils gagnvert málvenjunni. Við segjum
athyglisverður af þeirri góðu og gildu málfarsástæðu að við höfum alltaf
sagt athyglisverður. Alveg eins og við höfum ess í samsetningunni
athyglisbrestur og leikfimishús þótt eignarfallið af leikfimi sé ekki leik
fimis. Með öðrum orðum: „Af því bara“ – sem er góð og gild röksemd í
svissneskri þjóðmálaumræðu þar sem þykir sjálfsagt að telja eitthvað
rétt með þeim rökum að þannig hafi það alltaf verið.
Forsetningar vefjast oft fyrir mönnum og ekki er ljóst af hverju er sagt