Tímarit Máls og menningar - 01.09.2006, Page 76
76 TMM 2006 · 3
Stefán Snævarr
Miðjan harða og
hentistefnan mjúka
Hugmyndafræði handa Samfylkingunni
(og kannski fleiri flokkum)?1
„Ég er ekki kominn til að boða yður frið heldur sverð.“ Svo mælti Jesús Jósefs-
son Kristur og ég tók undir er ég gekk í Samfylkinguna. Sú ganga var reyndar
ekki þrautalaus án þess að ég hyggist fara nánar út í þá sálma. Segjum bara að
fall sé fararheill. Satt best að segja gekk ég í flokkinn vegna þess að ég hef ekki
mjög ákveðnar skoðanir á stjórnmálum. Skoðanalaus maður hæfir stefnulaus-
um flokki. Enda skil ég ekki af hverju flokkar eigi að hafa stefnur. Ekki er það
í lögum. Í ofanálag hef ég aldrei heyrt frambærileg rök fyrir því að menn eigi
ekki að vera hentistefnumenn. Hyggst ég nú verja hentistefnu og um leið hina
hörðu miðjumennsku. Í fljótu bragði virðist illmögulegt að samþýða þetta
tvennt, hvernig getur hentistefnumaður verið harður á miðjumeiningunni?
Svarið er að menn geta haft fáeinar einfaldar meginreglur sem þeir trúa nokk-
uð staðfastlega á en að öðru leyti verið tækifærissinnar. Athugið líka að það er
auðveldara að vera hentistefnumaður ef maður er í miðjunni. Þá er hægur
leikur að hendast frá vinstri til hægri, frá hægri til vinstri.
En auðvitað er mér ekki full alvara þegar ég kenni mig við hentistefnu. Það
sem ég kalla hér „hentistefnu“ er í raun og sannleik opin, kreddulaus, efasinnuð
afstaða. Játað skal að hún byggir sumpart á lífskennd, það er efastef og óreiðu-
þáttur í lífstilfinningu minni. Mér finnst heimurinn kaotískur og veit fátt með
vissu. Veröldin er mér völundarhús sem vandratað er í og engin völ á góðu korti.
En ég hef líka rök fyrir afstöðunni. Vegna skorts á rými og tíma læt ég mér nægja
að tefla fram þrenns konar rökum: i) rökum um að allar reglur séu þumalfing-
ursreglur; ii) rökum um þögult eðli þekkingarinnar; iii) rökum um eymd hag-
fræðinnar. Við munum uppgötva að þessi rök tvinnast saman á ýmsa vegu.
i) Kreddutrúarmaðurinn kennir að kerfa megi heiminn og finna ófrávíkj-
anlegar reglur fyrir athöfnum. En hentistefnumaðurinn hallar sér fremur að
heimspekingnum Ludwig Wittgenstein sem sagði að ekki væri til nein regla
fyrir því hvernig beita eigi reglu.2 Við þurfum stöðugt að beita reglum við nýjar
og óvæntar aðstæður og engin formúla getur sýnt okkur hvernig túlka beri
reglurnar við þessar aðstæður. Upplýst dómgreind og innsæi eru tækin sem við
höfum til að beita reglunum, í vissum skilningi eru allar reglur þumalfingurs-