Tímarit Máls og menningar - 01.09.2006, Síða 77
M i ð j a n h a r ð a o g h e n t i s t e f n a n m j ú k a
TMM 2006 · 3 77
reglur. Eins og mesti stjórnspekingur vorra tíma, Robert Allen Zimmerman,
þekktari undir nafninu Bob Dylan, segir „Although the masters make the rules
for the wise man and the fools, I got nothing, Ma, to live up to“.3 Athugum
handföst dæmi um reglubeitingu: Er það að leyfa frjálsar fóstureyðingar brot á
þeirri meginreglu að ekki megi skerða frelsi einstaklings? Eða er þessu öfugt
farið, væri bann við frjálsum fóstureyðingum frelsisskerðing? Líti menn á fóst-
ur sem einstakling þá janka menn fyrstu spurningunni, telji menn fóstrið hluta
af líkama móðurinnar þá gjalda þeir jáyrði við síðari spurningunni. Lítum á
heiminn utan móðurkviðar. Er verkfallsréttur frelsisréttur eða óréttur sem
bitnar á saklausu fólki? Skoðum kvótadeilurnar. Er núverandi kvótakerfi í
samræmi við meginreglur hins frjálsa markaðar eða þvert á móti brot á þeim
reglum? Spyr sá sem ekki veit og sem er nákvæmlega sama því frjáls markaður
er ekki eins heilagur og sumir halda.
Að beita hugtökum er að beita reglum. Kalli ég tækið sem ég vinn við „tölvu“
þá beiti ég reglunni um að apparöt af tilteknu tagi skuli kallast „tölvur“ á
vinnutæki mitt. En ekki eru öll hugtök eins auðveld í meðförum, við höfum
þegar séð að ekki er hlaupið að því að beita hugtakinu frelsi (seinna munum við
sjá að það er þrælerfitt!). Athugum hugtök eins og „ríki“. Er það sem við köll-
um „ríki“ í Sviss sama fyrirbæri og norðurkóreska ríkið? Voru ríki yfirleitt til
á miðöldum í Evrópu eða voru miðaldasamfélög eins konar hálf-ríki? Og hvað
með hugtakið „markað“? Hvað átti basarinn (markaðstorgið) í Bagdad á elleftu
öld sammerkt með netvæddum markaði samtímans?
Ég nefndi upplýsta dómgreind en láðist að útskýra hvað það væri. Dómgreind
er nánast innsæisbundin tilfinning fyrir matsatriðum. Hún birtist m.a. í tilfinn-
ingu fyrir því hvernig greina beri milli aðalatriða og aukaatriða. Dómgreindin
er upplýst ef sá sem dómgreindina hefur býr yfir víðfeðmri þekkingu um það
mál er dæma á um (og beitir henni við dómkvaðningu!). Dómari sem dæmir
eftir venjurétti, ekki fastmótuðum lögum, verður að hafa slíka dómgreind.
Sá spakvitringur sem mesta áherslu hefur lagt á mikilvægi upplýstrar dóm-
greindar í siðferði og stjórnmálum var Grikkinn forni Aristóteles. Að hans sögn
er siðvit upplýst dómgreind, phronesis á grísku, því siðferði og stjórnmál lúta
yfirleitt ekki algildum reglum. Fæða sem hæfir glímukappa myndi gera heim-
speking helsjúkan. Þó er til siðferðisregla sem kemst býsna nálægt því að vera
algild. Það er reglan um hinn gullna meðalveg, meðalhófið. En menn mega ekki
gæta hófs hvað meðalhóf varðar. Ef þeir gættu meðalhófs hvað meðalhóf varðar
þá myndu þeir stundum vera óhófsamir en þá gæta þeir ekki meðalhófs! Það
liggur því í hugtakinu um meðalhóf að engin regla getur verið algild, ekki einu
sinni reglan um meðalhóf.4 Eftirtektarvert er að flest trúarbrögð og siðakerfi telja
meðalhóf af hinu góða, t.d. var kínverski siðspekingurinn Konfúsíus meðalhófs-
ins megin.5 Skýringin gæti verið sú að reynsla kynslóðanna bendi til þess að
hófsemi sé mönnum að jafnaði fyrir bestu. Sé svo styrkir það sannfæringu mína
um að Aristóteles hafi haft á réttu að standa hvað mundangshófið varðar. Fyrir
vikið forherðist ég í (bráðabirgða)trú minni á regluleysi og mikilvægi hinnar upp-
lýstu dómgreindar. Þumalfingurinn ríkir einn í heimi siðferðis og stjórnmála.