Tímarit Máls og menningar - 01.09.2006, Qupperneq 78
S t e fá n S n æ va r r
78 TMM 2006 · 3
ii) Þúsundþjalasmiðurinn Michael Polanyi segir að fræðileg þekking hvíli á
stoðum þess sem hann kallar „þögul þekking“, það er þekking sem ekki er
fyllilega hægt að tjá í staðhæfingum. Ég þekki andlit Kára með svefngengils-
vissu en mér vefst tunga um tönn ef ég á að lýsa því. Meira að segja háfræðileg
vísindi hafa þöglan grunn sem minnir um margt á þögla þekkingu handverks-
manna. Þekking þeirra er mestan part þögul, kunnátta fremur en þekking.
Menn læra ekki smíðar af bókum, hvaða smiður getur romsað upp úr sér
algildum reglum fyrir skápasmíð? Æfingin skapar meistarann, ekki sértækar
reglur, og slíkt hið sama gildir um vísindi á borð við eðlisfræði.6 Þannig má efla
áðurnefndar reglupælingar rökum Polanyis.
iii) Lítum nú á hagfræðina. Hana telja margir merkir fræðimenn lítil vísindi.
Það eru slæmar fréttir fyrir hugmyndakerfi á borð við marxisma, hefðbundinn
kratisma og frjálshyggju. Þessi þrjú hugmyndakerfi hafa nefnilega eins konar
hagfræðitrú að bakhjarli.
Eitt sinni átti ég orðastað við hagfræðiprófessor nokkurn og spurði hann
hvort rétt væri að kenningar hagfræðinnar væru margar hverjar ekki prófan-
legar. Ég hafði lesið einhvers staðar að hagfræðina vantaði þann góða samleik
milli stærðfræðilíkana og reynsluraka sem einkenna eðlisfræðina. Kenningar
hagfræðinnar væru búnar skrautbúningi stærðfræðinnar sem svo reynast vera
nýju klæðin keisarans. Þær svífa í lausu lofti, eru óprófanlegar eða sjálfsögð
sannindi. „Það er nokkuð til í þessu“, sagði prófessorinn. „Nefna má að sænsk-
ir hagfræðingar hafa hannað hagfræðilíkan þar sem beitt er fágaðri stærðfræði
en í eðlisfræði. Meinið er að ekki er lifandi leið að prófa þær kenningar sem af
líkaninu má leiða.“ Nefna má að því hefur verið haldið fram að forspár O.
E.C.D.-stofnunarinnar, sem byggðu á fágaðri stærðfræði, hafi síður ræst en
spásagnir manna sem beittu bara heilbrigðri skynsemi og kunnu ekkert í
hinum æðri stærðfræðum.7 Eins og Dylan syngur „you don’t need a weather
man to know which way the wind blows“.8
Reyndar gengur hagfræðingum oftast illa að setja fram góðar forspár og þar
af leiðandi að finna góðar lögmálsskýringar.9 Þetta tvennt hangir saman. Til er
almennt lögmál sem kveður á um að vatn sjóði við 100 gráðu hita. Á grundvelli
þess má spá því að í næsta skipti sem vatn verður hitað að þessu marki muni
það sjóða (nema náttúrulögmálin finni upp á þeim ósóma að breytast skyndi-
lega!). Mislukkaðar forspár hagfræðinga gætu bent til þess að hagkerfið lúti
ekki lögmálum. Sé svo þá er tómt mál að leita að allsherjarreglu fyrir því hvern-
ig efla beri efnahaginn (það er heldur ekki gefið að rétt sé efla þennan hag,
kannski er hagvöxtur af hinu illa. En það er siðferðileg, ekki hagfræðileg
spurning). Ekki draga slíkar pælingar úr efasemdum mínum um ágæti reglu-
festu. Eins og menn muna efldust þær efasemdir mjög fyrir tilverknað Michael
Polanyis. Hann hélt því fram að efnahagslíf byggi á þögulli þekkingu (þetta át
frjálshyggjuhagfræðingurinn Friedrich von Hayek upp eftir honum).10 Kannski
er hér komin skýringin á erfiðleikum hagfræðinga við að finna almenn lögmál.
Það er jafn erfitt að gera fræðilega grein fyrir efnahagslífinu og smíðum.
Það fylgir sögunni að margir hagfræðitrúarmenn tala eins og sérhver tilraun