Tímarit Máls og menningar - 01.09.2006, Page 80
S t e fá n S n æ va r r
80 TMM 2006 · 3
ur markaðssinnaður af jafnaðarmanni að vera (hann á heiðurinn af hugmynd-
inni um þriðju leiðina en samkvæmt henni ber að efla góðan samleik millli
ríkis, samfélags (í því búa t.d. góðgerðastofnanir) og einkaframtaks).17 Hann vill
að velferðarríkið sé ekki aðeins öryggisnet heldur kerfi sem nýtist öllum borg-
urum. Það eigi að vera kerfi félagslegra fjárfestinga, fjárfestinga sem auki mann-
auð. Það er ekki síst fjárfesting í menntun sem auki þann auð.18 Giddens bætir
því við að mikill ójöfnuður geti beinlínis skaðað efnahagslífið. Hæfileikar
þeirra alfátækustu nýtast ekki samfélaginu því þeir fá ekki tækifæri til að sýna
hvað í þeim býr.19 Þetta er sönnu nær enda er velferðarkerfið fjarri því að vera
eins efnahagslega grábölvað og frjálshyggjumenn halda. Í fyrsta lagi byggir vel-
ferðargagnrýni þeirra á ill- eða óprófanlegum hagfræðikenningum. Í öðru lagi
bendir reynslan til þess að velferðarríkin geti náð markmiðum sínum sæmilega
vel án þess að kollkeyra efnahagslífið. Norrænu velferðaríkin eru dæmi um vel-
lukkaða velferð. Í þessum löndum er auðvelt að ráða starfsmenn og reka en um
leið er öllum borgurum tryggð sæmileg lífsafkoma. Og afleiðingarnar: Blómlegt
efnahagslíf þrátt fyrir firnaháa skatta (ríkið hirðir um 50% af vergri þjóðar-
framleiðslu í þessum löndum). Samkvæmt formúlum frjálshyggjunnar ættu
þessi lönd að vera farin á hausinn fyrir löngu, en hvað gerist? Finnar hafa besta
skólakerfi í heimi og eru forystuþjóð í farsímaframleiðslu (skylt er að geta þess
að atvinnuleysi er umtalsvert þar í landi, um 8%). Landið er almennt talið hið
samkeppnishæfasta í heimi og nágrannalandið, hin erkikratíska Svíþjóð, var
árið 2003 kjörið fremsta tækninýjungaland veraldar. Ekki stendur grannlandið
Danmörk sig verr. Danir hafa með góðum árangri sameinað félagslegt öryggi og
þjálni á vinnumarkaðnum. Auðvelt er að reka og ráða starfsfólk en ríkið trygg-
ir öllum atvinnuleysingjum mannsæmandi kjör og býður upp á góða möguleika
til endurmenntunar. Afleiðingarnar eru m.a. þær að danski vinnumarkaðurinn
er einn sá þjálasti í heimi, hlutfallslega fleiri Danir eru í vinnu en aðrir Evrópu-
búar og tekjumunur minni en í öðrum iðnríkjum.20 Eins og þetta væri ekki nóg
þá taldi auðvaldsklúbburinn World Economic Forum að fjögur Norðurlandanna
væru meðal þeirra sex samfélaga sem væru fremst í fylkingu hvað varðar sam-
keppnishæfi, árangursríka hagstjórn, útbreiðslu hátækni og örar tækninýjung-
ar.21 Auk þess er minni tekjumunur í velferðarríkjunum en t.d. í Bandaríkj-
unum. Að sögn Michael Dunfords og fleiri hefur ríkasti fimmtungur vesturevr-
ópsku velferðarþjóðanna einungis fimmfaldar tekjur fátækasta fimmtungsins, í
Bandaríkjunum og Bretlandi hefur hann nífaldar tekjur fátækasta hlutans. Ekki
dugi heldur að telja Könum það til afbötunar að þar sé minna atvinnuleysi en í
V-Evrópu. Svo er málum háttað að tvær milljónir Bandaríkjamanna eru í fang-
elsi og fangarnir myndu flestir vera atvinnulausir ef þeir væru lausir úr prísund-
inni.22 Að baugþaki er örfátækt eins og finna má vestanhafs vart til í Vestur-
Evrópu, jafnvel innflytjendur í úthverfum Parísar hafa það skömminni skárra
en amerískir fátæklingar.23
Til að bæta gráu ofan á svart er Ameríka frjálshyggjunnar ekki lengur land
möguleikanna. Að minnsta kosti tvær nýlegar rannsóknir benda til þess að
félagslegur hreyfanleiki minnki þar í landi. Sama er upp á teningnum í Bret-