Tímarit Máls og menningar - 01.09.2006, Blaðsíða 83
M i ð j a n h a r ð a o g h e n t i s t e f n a n m j ú k a
TMM 2006 · 3 83
franska velferðarríkið sætt þjóðarbrot í Frakklandi. Hvað þriðju reglu varðar þá
höfum við séð að velferðarríkin tryggja mönnum lágmarksframfærslu, gagn-
stætt frjálshyggjuparadísinni amerísku. Aðstæður ráða svo hvort best er að
stefna að lágmarks-, hámarks- eða miðlungsvelferðarríki. Velferðarríkið verður
að vera í stöðugri endurskoðun, það verður að aðlagast síbreyttum aðstæðum.
B) Lítum nú á samleiksregluna en þó óbeint.34 Ég rökstyð hana með gagn-
rýni á frjálshyggjuna og slæ tvær flugur í einu höggi, styrki vörn mína fyrir
velferðarkerfið um leið. Það er litlum vafa undirorpið að einhvers konar mark-
aðskerfi er að jafnaði betur fallið til að skapa mönnum sæmileg kjör en önnur
kerfi sem við þekkjum. Ekki er heldur nein ástæða til að efast um að aukið
markaðsfrelsi geti bætt kjör manna. En það þýðir ekki að bein fylgni sé milli
markaðsfrelsis og hagsældar nema náttúrulega í óprófanlegum kennikerfum
frjálshyggjunnar. Satt best að segja virðist þumalfingursreglan sú að góður
samleikur ríkis og markaðar sé besta leiðin til efnahagsárangurs en aðstæður
ráði því hvernig samleiknum sé háttað. Lítum nú á rökin gegn efnahagsstefnu
að hætti frjálshyggjunnar:
Í fyrsta lagi eru tilvik sem gætu bent til þess að efnahagsstefna í anda frjáls-
hyggjunnar geti dregið úr hagsæld. Dálkahöfundur The Financial Times, hag-
fræðingurinn John Kay, segir að sú hafi verið raunin í Nýja Sjálandi. Þar í landi
hafa menn á síðustu tuttugu árum gengið lengra í frjálshyggjuátt en annars
staðar á hnettinum. Ríkisfyrirtæki hafa verið einkavædd í stórum stíl og vel-
ferðarkerfið hefur nánast horfið. Svo er seðlabankinn sjálfstæður og ekki
háður stjórnmálamönnum. Þess utan hafa samningar á vinnumarkaði verið
gerðir að einkamáli atvinnurekenda og starfsmanna. Samt hafa lífskjör versn-
að til muna. Árið 1965 voru lífskjör Nýsjálendinga fjórðungi betri en í með-
allöndum Vestursins, í dag eru meðaltekjur bara 62% af tekjum þróaðra ríkja.
Í ofanálag hefur framleiðnin aukist minna en í öðrum þróuðum ríkjum.
Einkavædd rafmagnsfyrirtæki veita lélega þjónustu og í fyrsta sinn í sögunni
er umtalsvert atvinnuleysi í landinu (athugið að þetta gerist í landi þar sem
verkalýðshreyfingin var nánast svipt öllum völdum. Athugið líka að einkavæð-
ing orkuveitna gaf heldur ekki góða raun vestanhafs enda segir Paul Krugman
að náttúruleg einokun sé á rafmagni). Kay staðhæfir að ekki sé hægt að afsaka
ástandið með því að segja það tímabundið eða stafa af ytri orsökum. Frjáls-
hyggjutilraunin hefur staðið nógu lengi til að hægt sé að dæma hana.35 Í nafni
sanngirni skal sagt að ef til vill var vandi Nýsjálendinga reglufesta, ekki mark-
aðurinn. Í löndum eins og Singapúr og Hong Kong varð frjáls markaður til af
sjálfum sér, ekki fyrir tilstuðlan hagfræðinga sem trúðu á kreddur. Þessi lönd
hafa náð mun betri efnahagsárangri en Nýja Sjáland, kannski vegna þess að
þau eru pinkulítil borgríki. Máski sýnir þetta að til er gott og slæmt markaðs-
frelsi rétt eins og það er til góð og slæm velferð. En við getum spurt okkur að
því hvort stórbætt kjör flestra Íslendingar á síðustu árum hafi bara stafað af
auknu markaðsfrelsi. Ástæðan fyrir kjarabótunum kann að vera sú að við
höfum gengið miklu skemmra en Nýsjálendingar og búum enn við velferðar-
kerfi, auk þess að hafa öfluga verkalýðshreyfingu.