Tímarit Máls og menningar - 01.09.2006, Side 84
S t e fá n S n æ va r r
84 TMM 2006 · 3
Sem frægt er orðið hafa Bandaríkin og Bretland sótt í frjálshyggjuátt síðan
á dögum Reagans og Thatchers en eins og við höfum séð virðist sú sókn hafa
leitt til minnkandi félagslegs hreyfanleika, m.ö.o. aukinnar stéttskiptingar.
Hagfræðingar á borð við Krugman segja að framleiðnin hafi aukist minna
vestanhafs á blómaskeiði frjálshyggjunnar (1980–2005) en á tuttugu og fimm
árunum þar á undan á velmektardögum ríkisafskiptanna (Dunford sagði slíkt
hið sama í áðurnefndum fyrirlestri). Þess utan sé framleiðni á unna klukku-
stund meiri víða um lönd en vestanhafs, t.d. í hinu vonda sósíalistabæli Frakk-
landi!36 Krugman bætir því við að meðaljón vestra beri minna úr býtum fyrir
hverja unna klukkustund en á árunum fyrir Reagan (hagfræðingurinn Richard
Brenner tekur í sama streng).37 Þess utan hafi versnandi kjör millistéttarmanna
valdið gífurlegri skuldasöfnun heimila. Krugman telur þetta eina af helstu
ástæðum þess að Bandaríkin séu skuldum vafin. Skattalækkun Bush er af hinu
illa, hún mun stórskaða efnahagslífið og er ekkert annað en gjöf til hinna ríku
frá forsetanum stéttvísa.38 Giddens segir að 60% af heildartekjuaukningu
Bandaríkjamanna á árunum 1980–1990 hafi fallið í skaut ríkasta eins prósents
þjóðarinnar. Dunford segir svipaða sögu um tekjudreifinguna á árunum
1981–2002 (takið eftir að þessi aukna samþjöppun auðs gerist á tímum frjálsari
markaðshátta, samanber það sem áður segir um samþjöppun auðs og markaðs-
frelsi). Fyrir tuttuguogfimm árum hafði meðalforstjóri fertugfaldar tekjur
meðalverkamanns, í dag þénar forstjórinn að jafnaði fimmhundruð (!!) sinn-
um meira.39 Um leið hafi rauntekjur fátækasta fjórðungs þjóðarinnar staðið í
stað. Bandaríkin eru helvíti hinum fátæku, himnaríki þeirra ríku.40
Í Bretlandi er ástandið litlu betra, fátækasti tíundi hluti þjóðarinnar bjó við
lakari kjör árið 1998 en tuttugu árum áður.41 Eins og nærri má geta búa stéttar-
systkini þeirra vestanhafs ekki við skárri kjör. Bandaríska blaðakonan Barbara
Ehrenreich segir að fátækt verkafólk vestanhafs sem vinnur McStörf42 sé nán-
ast þrælar almáttugra atvinnurekenda. Ástæðan fyrir þessu er ekki síst stór-
streymi innflytjenda og sú staðreynd að Clinton hrakti marga þurfamenn út á
vinnumarkaðinn í nafni vígorðsins „frá velferð til vinnu“ (Welfare-to-work).
Fyrir bragðið hefur samkeppnin orðið svo hörð að atvinnurekendur eiga alls
kostar við verkamenn. Vandséð er annað en að ríkisíhlutun ein geti bætt kjör
þessa fólks, hversu grábölvuð sem hún kunni að vera. Ehrenreich segir reyndar
að ríkisstjórn Bush berjist með ráðum og dáð gegn verkalýðsfélögum í
McStarfsgreinum.43 Líklegt er að þetta fólk byggi við skárri kjör ef verkalýðs-
hreyfingin væri öflugri og velferðarnetið þéttriðnara. Og þá þýðir ekkert að
segja eins og Fréttablaðið að Hagkaup hafi bætt kjör fátækra Íslendinga meir
en hin vonda verkalýðshreyfing. Ekki hefur Wal-mart gert bandaríska fátækl-
inga bjargálna, öðru nær, því Ehrenreich segir að það séu einmitt fyrirtæki eins
og Wal-Mart sem meðhöndli fátæka starfsmenn hvað verst. „Efnahagsundrið“
ameríska hefur reynst efnahagsviðundur.
Í öðru lagi eru dæmi um mjög góðan efnahagsárangur í löndum þar sem ríkis-
afskipti hafa verið mikil, samanber áðurnefndan árangur Norðurlandanna.
Annað gott dæmi er Suður-Kórea. Landið iðnvæddist hraðar en nokkurt annað