Tímarit Máls og menningar - 01.09.2006, Síða 85
M i ð j a n h a r ð a o g h e n t i s t e f n a n m j ú k a
TMM 2006 · 3 85
land í sögunni og var þó ríkið með nefið niðri í hvers manns koppi austur þar.
Vissulega er markaðskerfi í Suður-Kóreu en hið opinbera hefur til skamms tíma
verið mjög umsvifamikið í efnahagslífinu. Til dæmis þröngvaði ríkið ýmsum
fyrirtækjum til að sameinast í risafyrirtæki. Þetta virtist gefa góða efnahagsraun
þótt aðferðirnar hafi verið fruntalegar. Tævan hefur ekki lagt svona mikla áherslu
á eflingu stórfyrirtækja en samt náð mjög góðum efnahagsárangri. Og það þótt
þar í landi séu fleiri ríkisrekin fyrirtæki en annars staðar, miðað við hlutfall veltu
þeirra af landsframleiðslu.44 Svo geta menn sagt að Tævanbúar og Suður-Kóreu-
menn hafi náð þessum efnahagsárangri þrátt fyrir en ekki vegna ríkisafskipta. En
þá erum við komin á hálan ís kenninga sem eru kannski ekki prófanlegar þegar
öllu er til skila haldið. Alla vega eiga frjálshyggjumenn erfitt með að skýra þá stað-
reynd að Tævan, Suður-Kórea og önnur Asíulönd sem höfðu gefið frjálshyggj-
unni langt nef fóru betur út úr fjármálakreppunni 1998 en Suður-Ameríku-
ríkin sem höfðu gert allt eftir frjálshyggjubókinni.45 Argentína fékk heldur betur
timburmenn eftir frjálshyggjufylleríið mikla á síðasta áratug.
Í þriðja lagi fæ ég ekki séð að einkaaðilar geti fjármagnað grundvallarrann-
sóknir sem eru forsendur tæknilegra framfara. Gróðinn af slíkum rannsóknum
er ágóði til langs tíma og ábatinn gjarnan óviss. Engan gat órað fyrir því að rann-
sóknir í táknrökfræði yrðu ábatasamar, en án táknrökfræði hefðum við engin
tölvuforrit. Tölvur nota mál táknrökfræðinnar. Þessi óvissa gerir að verkum að
það er auðvelt fyrir einkafyrirtæki að gerast laumufarþegar (free riders), uppskera
af því sem aðrir hafa sáð (sæðið eru grundvallarrannsóknirnar). Því er ekki lík-
legt að einkafyrirtæki í tæknibransanum dæli peningum í grundvallarrannsókn-
ir þótt þær séu nauðsynleg forsenda tækninnar. Vart verður annað séð en að ríkið
verði að standa undir mestum parti kostnaðarins við slíkar rannsóknir þótt líka
sé mikilvægt að sjóðir í einkaeign hlaupi undir baggann. Athyglisvert er að fyrir
stríð voru Bandaríkjamenn ekki sérlega framarlega í vísindarannsóknum þótt
háskólarnir væru flestir einkareknir. Þýskir vísindamenn, sem velflestir störfuðu
við ríkisháskóla, fengu þriðjung allra nóbelsverðlauna, amerísk starfssystkini
þeirra nánast engin. Það er ekki fyrr en bandaríska ríkið tekur að styrkja vísinda-
rannsóknir af miklum krafti að Bandaríkin ná forystunni. Á þessu sviði var sam-
leikur ríkis og einkaframtaks í líki einkarekinna háskóla til góðs.
En kannski hæfir samleikur miðjustefnunnar ekki Hong Kong og Singapúr
sem hafa náð góðum árangri með nánast hreinni markaðshyggju, stefnu sem
varð Nýsjálendingum ekki til góðs. Svo þarf það sem kann að lyfta Hong Kong-
búum frá örbirgð til bjargálna ekki að hjálpa Keralamönnum eða Bhútanbúum.
Keralafylkið indverska hefur lotið stjórn kommúnista um áraraðir og þeir hafa
lokað fylkinu fyrir erlendum fjárfestingum. Samt er meðalaldur hærri, læsi
meira og heilbrigðisástand betra en annars staðar á Indlandi.46 Sama er upp á
teningnum í hinu lukta landi Bhútan sem reyndar er hreint ekki komm-
únískt,47 gagnstætt Kúbu sem hefur eina bestu heilsugæslu í heimi. Meðalaldur
íbúa þessa örfátæka einræðisríkis er svipaður og í iðnríkjunum sem auðvitað
er enginn afsökun fyrir kúgun Kastrós og því lúxuslífi sem hann lifir á kostn-
að alþýðu manna.48