Tímarit Máls og menningar - 01.09.2006, Page 87
M i ð j a n h a r ð a o g h e n t i s t e f n a n m j ú k a
TMM 2006 · 3 87
Hvað sem því líður þá eru ríkisafskipti af efnahagslífinu að jafnaði engin goð-
gá, oftast nær er góður samleikur ríkis og markaðar besta leiðin til velsældar.
C) Frjálshyggjumenn telja að frelsi sé fjarvera þvingana, frelsi frá einhverju.
Með því móti er ekki sagt að menn séu frjálsir undan náttúruöflunum heldur
að annað fólk beiti þá ekki þvingunum. Þetta heitir á góðu máli „neikvætt
frelsi“. Fylgjendur kenningarinnar um neikvætt frelsi segja að við verðum
frjáls þá og því aðeins að aðrir hindri okkur ekki í að gera það sem okkur sýn-
ist, svo fremi við skerðum ekki frelsi annarra. Við getum verið frjáls þótt við
eigum engra kosta völ, höfum engan mátt. Frelsi er fólgið í því að fá að vera í
friði.54 En við höfum þegar séð að ekki er hlaupið að því að beita frelsisreglu
frjálshyggjunnar. Auk þess hafa ýmsir hugsuðir gagnrýnt hugmyndina um
neikvætt frelsi, sumir af nokkurri hind. Meðal þeirra er breski heimspeking-
urinn Richard Norman. Hann segir að í einn stað byggi kenningin á þeirri
röngu forsendu að skörp skil séu milli einstaklings og samfélags. En því er ekki
að heilsa og þess vegna út í hött að líta á frelsi sem það að eiga eigið svið,
afmarkað frá samfélaginu. Í annan stað leiði af kenningunni um neikvætt frelsi
að kalla megi stein „frjálsan“ fái hann að vera í friði. Þetta sýni að frelsi verði
að vera annað og meira en bara það að við fáum að vera í friði. Menn verða að
eiga kosta völ ef þeir eiga að kallast „frjálsir“ því betri og fleiri sem kostirnir
eru og því betur hæf við erum til að velja, því frjálsari erum við. Frelsi er því
ekki aðeins fjarvera ytri tálmana heldur líka möguleikinn á því að velja. Frelsi
er á vissan hátt vald. Góð efnaleg kjör, menntun og pólitískt vald geta aukið
hæfni okkar til að velja og fjölgað um leið kostunum sem kjósa má um. Mennt-
un getur t.d. aukið hæfni okkar til að gagnrýna ríkjandi ástand og þannig sjá
nýja félagslega kosti. Bætt kjör þýða að kostum okkar fjölgar og sama gildir um
aukið pólitískt vald.55 Norman bætir því við að frelsi og jöfnuður þurfi ekki að
vera andstæður, öðru nær. Menn eigi að hafa sem jafnastar tekjur, nokkurn
veginn jafnmikil völd og sem jafnasta möguleika á menntun. En eins og áður
segir eru góð menntun, vald og sæmilegar tekjur einmitt meðal skilyrða þess
að menn séu frjálsir. Frelsi og jöfnuður mætast því á miðri leið, allir eiga helst
að njóta jafnmikils frelsis.56 Norman er fylgjandi hugmyndinni um jákvætt
frelsi, en slíkt frelsi er frelsi til einhvers (máttur til að framkvæma), ekki bara
frelsi frá einhverju. Hann á sér skoðanabróður í kanadíska heimspekingnum
Charles Taylor. Rétt eins og Norman gagnrýnir Taylor hugmyndina um nei-
kvætt frelsi. Í reynd eru til óendanlega margar ytri tálmanir, við verðum að
greina á milli mikilvægra og lítilvægra hindrana. Mikilvægi þeirra ræðst af
verðmætamati okkar, segir Kanadamaðurinn fjölvísi. Ef svo væri ekki gætum
við fullt eins sagt að Albanía kommúnismans hafi verið frjálsara land en Bret-
land þótt trúarbrögð hafi verið bönnuð í balkneska lýðveldinu. Það voru
nefnilega miklu færri götuljós þar syðra en í Stóra-Bretlandi og rautt ljós
hindrar örugglega fleiri athafnir en ófrelsi í trúmálum. En við teljum Bretland
frjálsara land af því við teljum trúarbrögð vera mikilvægari en gönguferðir.
Ofan á bætist að þjóðfélag þýlyndra getur ekki verið frjálst. Ef allir beygja sig í
svaðið fyrir valdhöfum hefur neikvætt frelsi lítið gildi. Til að bæta gráu ofan á