Tímarit Máls og menningar - 01.09.2006, Side 88
S t e fá n S n æ va r r
88 TMM 2006 · 3
svart geta menn verið háðir illviðráðanlegum fíknum eða feimni sem rétt eins
og þýlyndi getur takmarkað frelsi þeirra „innan frá“. Maður er ekki fyllilega
frjáls ef hann er fíkinn, feiminn eða þýlyndur gegn vilja sínum. Sá getur tekið
undir með Páli postula sem sagði í „Rómverjabréfinu“ (7:19) „… hið góða sem
ég vil, gjöri ég ekki, en hið vonda sem ég ekki vil, það gjöri ég.“
Aðeins sjálfráða menn geta verið frjálsir, frelsi er ekki bara frelsi frá ytri
hindrunum heldur líka innri tálmunum. Þetta nefnist „innra frelsi“ eða
„jákvætt frelsi“. Frelsi er máttur til athafna, menn verða t.d. að hafa mátt til að
standa uppi í hárinu á valdhöfum.57 Þeir Taylor og Norman eru örugglega á
réttri leið, frelsi er að einhverju leyti máttur til gjörða. Það er fall af mögu-
leikafjölda, því fleiri möguleika sem við höfum, því frjálsari erum við. Fjarvera
ytri þvingana sem slík gerir okkur ekki endilega frjáls.58 Yfirleitt þarf máttar
með. En takið nú eftir að ég forðast alhæfingar enda hentistefnumaður. Ég úti-
loka ekki að stundum sé frjóast að líta á frelsi sem fjarveru þvingana. Ég er
heldur ekki frá því að í neyðartilvikum verði frelsi að víkja fyrir öryggi. Takið
líka eftir að jöfnuður og frelsi þurfa ekki að rekast á, þótt það gerist sjálfsagt
stundum. Stundum eykur jöfnuður frelsi, meginreglur a) og c) eru samrýman-
legar.
Stöldrum nú við og rifjum upp það sem sagt hefur verið. Ég hef varið henti-
stefnu m.a. með þeim rökum að ekki sé til nein regla fyrir reglubeitingu, þekk-
ing vor hafi þöglan grunn og að hagfræði sýnist ekki vera mikil vísindi. Svo hef
ég staðhæft að velferðarríkið sé miklu skárra en margur hyggur og að hinn
frjálsi markaður sé ekki heilagur, þótt ótrúlegt megi virðast. Hann er hvorki
ávísun á efnahagslega fullsælu né raunverulegt frelsi. Frelsishugtakið er mátt-
ar- og möguleikahugtak, ekki bara hugtak um ríkisafskiptalaust markaðssam-
félag. Miðjustefnu hef ég svo varið með ýmis konar dæmum um hennar ágæti
og bent á hætturnar af öfgastefnum á borð við frjálshyggju og fornkratisma.
Nú kann einhver að segja að ég geri mér leikinn alltof léttan. Stefnurnar sem
ég boða séu svo teygjanlegar að allt og ekkert rúmist innan marka þeirra.
Miðjusinnaður hentistefnumaður hafi alltaf á réttu að standa því hann segi í
raun og veru ekkert. En ég hef krók á móti bragði. Ef hægt er að sýna fram á að
alfrjáls markaður sé eini sæmilegi efnahagskosturinn sem völ er á þá verður
miðjumaðurinn að viðurkenna að efnahagsstefna sín hafi beðið skipbrot. Og ef
í ljós kemur að hentistefna mín sé ávísun á framsóknarmennsku af verri gerð-
inni þá er betra að finna sér járnharðar reglur um gott og slæmt í pólitík. Ekki
er heldur sama hvers konar miðjumoð eða hentistefnu menn stunda, minn-
umst þess að nasistar voru miðjuhneigðir og allsvakalega tækifærissinnaðir.
Þeir voru líka andsnúnir sértækum kenningum og athafnasinnaðri en góðu
hófi gegnir.59 Kenning mín er því hrekjanleg, um leið og hún er studd rökum
sem ég tel vera góð. Hrekjanleiki og rökstyðjanleiki eru helstu kennimörk
skynsamlegra kenninga, því lít ég svo á að mín kenning sé skynsamleg. Það er
svo Samfylkingarmanna og annarra flokka kvikinda að ákveða hvort þeim
hugnist hinn harða miðja og hentistefnan mjúka.