Tímarit Máls og menningar - 01.09.2006, Page 91
M i ð j a n h a r ð a o g h e n t i s t e f n a n m j ú k a
TMM 2006 · 3 91
34 Giddens hefur ýmislegt forvitnilegt fram að færa um góðan samleik ríkis og
markaðar. Sjá Giddens (1998), bls. 99–128.
35 Kay (2000): dálkur í The Financial Times, 30.ágúst.
36 Mér hefur dottið í hug að skýringin kunni einfaldlega að vera sú að annars vegar
séu fleiri ónytjungar í vinnu vestan hafs, hins vegar séu Frakkar síður þreyttir en
Kanar því þeir vinna mun skemur. Auk þess þurfa Frakkar að leysa aðkallandi
verkefni á skemmri tíma en Bandaríkjamenn.
37 Brenner (2003): „The Crisis in the U.S. Economy“, London Review of Books, vol.
25, nr. 3, 6. febrúar.
38 Krugman (2005): „Losing Our Country“, New York Times, 10. júní. Eins og
menn sjá vitna ég grimmt í hagfræðinga á borð við Krugman þótt ég efist um
vísindagildi hagfræðinnar. Menn verða að athuga að efasemdirnar snerta fyrst
og fremst þá kröfu hagfræðinnar að litið sé á hana sem eins konar eðlisfræði
samfélagsins. Ég efast ekki um að hagfræðingar segi að jafnaði meira af viti um
efnahagslífið en sauðsvartur almúginn. En það er ekki einhlítt eins og fram
hefur komið (dæmið um OECD gegn heilbrigðri skynsemi). Gagnstætt því er
útilokað að maður án eðlisfræðiþekkingar geti sagt eitthvað af viti um svarthol
eða miklahvell.
39 Þetta segja ýmsir andans menn, þar á meðal franski blaðamaðurinn Serge Halimi
í grein í franska tímaritinu L’Express, haustið 2003. The Economist nefnir aðeins
lægri tölur, í dag hafi meðalforstjóri vestra 300 faldar tekjur á við meðaljón, fyrir
þrjátíu árum hafði hann aðeins tífaldar tekjur meðalnonna. „The Rich, the Poor
and the Growing Gap Between Them“, The Economist, 17. júní 2006, bls. 26.
40 Skylt er að geta þess að ekki eru allir sammála þessari mynd af bandarísku og
evrópsku efnahagslífi. Fareed Zakaria segir að Evrópa sé mjög að dragast aftur
úr Bandaríkjunum á efnahagssviðinu (Zakaraia (2006): „The Decline and Fall
of Europe“, Newsweek, 20. febrúar). Sömu sögu segir þýski blaðamaðurinn Olaf
Gerseman. Óli gersemi segir alrangt að bandarískur almenningur verði að
þræla til að lifa sæmilegu lífi. Aðeins 5 % launþega vinni tvö störf. Þetta las ég í
umfjöllun á Netinu um bók hans Cowboy Capitalism: European Myths, American
reality. En athyglisvert er að frjálshyggjuáróðursritið The Economist viðurkennir
að ýmislegt sé til í gagnrýninni á ameríska „efnahagsundrið“ þótt tímaritið telji
að gagnrýnendur gangi of langt og séu blindir á jákvæðu hliðarnar. „The Rich,
the Poor and the Growing Gap Between Them“, The Economist, 17. júní 2006, bls.
24–26.
41 Giddens (1998), bls. 105. Emmanuel Todd lýsir ástandinu vestanhafs með líkum
hætti. Hann bætir því við að vel megi vera að auður Bandaríkjanna sé ofmetinn.
Enron-fyrirtækið þóttist eiga ansi miklu meira en það átti í reynd. „Ofmatið“
nam 1% af vergri þjóðarframleiðslu vestanhafs. Todd spyr hvort falsanir Enrons
séu einsdæmi, ef fjöldi fyrirtækja geri annað eins þá má ætla að þjóðarframleiðsl-
an bandaríska sé öllu lægri en opinberar tölur segja. Todd (2003): Weltmacht
USA. Ein Nachruf (þýðing úr frönsku). München/Zürich:Piper, bls. 100–101.
42 McStörf er þýðing mín á McJobs, illa borguð og ótrygg vinna einatt við ham-
borgaragerð/sölu, pizzuvesen og annað slíkt.
43 Ehrenreich (2001): Nickled and Dimed. On (not) getting by in America. New York:
Metropolitian Books.
44 Á þetta bendir Jón Baldvin í áðurnefndum fyrirlestri.