Tímarit Máls og menningar - 01.09.2006, Síða 95
TMM 2006 · 3 95
Me n n i n g a rv e t t va n g u r i n n
Silja Aðalsteinsdóttir
Á líðandi stund
Eyjan græna
Nú á tímum tengjum við nafn Daniels Willard Fiske (sem skrifar Gísla Brynj-
úlfssyni framar í þessu hefti) ekki síst við Grímsey, enda halda menn þar ennþá
upp á afmælisdaginn hans, 11. nóvember, með skipulögðum veisluhöldum í
félagsheimilinu Múla, og við aðalgötu þéttbýlisins stendur einstaklega fallegt
minnismerki um hann: skúta undir fullum seglum eftir myndlistarmanninn
Gunnar Árnason. Fiske komst aldrei til Grímseyjar en sá hana við sjónarrönd
á hringferð sinni umhverfis landið – og dularfull er hún þegar hún lyftir sér
upp úr sjónum eins og stórhveli. Þegar hann frétti af skákáhuga Grímseyinga
sendi hann tafl inn á hvert heimili í eynni auk þess sem hann sendi þeim tals-
vert bókasafn sem enn er varðveitt þar og ætti að vera til sýnis gestum, og
ánafnaði þeim umtalsverðri fjárhæð í erfðaskrá sinni. Nánar má lesa um þenn-
an höfðingja í grein Þórunnar Sigurðardóttur á undan bréfi hans og í bókinni
Grímsey og Grímseyingar. Íbúar og saga sem Akrafjallsútgáfan gaf út 2003
undir ritstjórn Helga Daníelssonar.
Við hjónin dvöldum í Grímsey í viku í sumar og hugur minn hefur verið
hálfur þar síðan. Við gengum um eyjuna fram og aftur, dáðumst að lund-
anum, fýlnum og svartfuglinum, sem eru furðulega rólegir, nenna varla að
fljúga upp fyrr en maður er alveg kominn að þeim, skoðuðum hamrana með
flottum stuðlum sínum, háskaleg klettariðin og gjárnar, bæði af landi og sjó.
Eiginlega gengum við furðumikið miðað við að eyjan er nú aðeins fimm
kílómetrar endanna á milli. Það er líka margt að sjá. Við fengum alls konar
veður, nema ekki vont. Stundum sáust engin fjöll hvert sem litið var, stund-
um var svo löng fjallarönd til vesturs að við héldum að við sæjum alla leið
vestur á Vestfirði. Það leiðrétti Garðar Ólason þegar við bárum þetta undir
hann en viðurkenndi að við sæjum fjöllin á Skaga. Það var dáldið fyndið því
við sáum ekkert af þeim þegar við fórum fyrir Skaga nokkrum dögum áður í
þoku og ískaldri norðanrigningu! Og eitt kvöldið fengum við að sjá sólarlag-
ið lita allan sjóndeildarhringinn. Þá stóðum við úti á Fótarhorni, nyrsta odda
Íslandsríkis, við sólarlag og sáum hvernig hringurinn slitnar bara á þeirri
mjóu sneið sem eyjan myndar á bak við mann. Eins og að vera á tindi heims-
ins.