Tímarit Máls og menningar - 01.09.2006, Side 97
M e n n i n g a r v e t t va n g u r i n n
TMM 2006 · 3 97
Menning allan hringinn
Fyrsta stopp á leiðinni til Grímseyjar
var Borgarnes; hið nýja Landnáms-
setur Íslands og Mr. Skallagrímsson,
einleikur Benedikts Erlingssonar uppi
á Söguloftinu. Landnámssýningin er
afar áhorfendavæn, ekki síst fyrir
forvitna krakka, mörg smáatriði
skemmtilega hugsuð og hönnuð, líka
á sérstakri Egilssýningu í kjallaran-
um. Allt bliknaði þetta þó þegar
Benedikt byrjaði að leika Egils sögu
fyrir fullt háaloft af fólki. Hann segir
Eglu á tveimur tímum með hléi og
leikur allar persónur af listfengi.
Hann leikur líka á áhorfendur, ekki
síst börn, dregur þau inn í frásögnina,
kannski vegna þess hve hrottaleg hún
er á köflum. Þó mildar hann ekki
atburði en ræðir þá vitsmunalega við
unga áhorfendur. Svo kemur hann
gestum sínum að í frásögninni á
frumlegan hátt, til dæmis líkti hann
Gunnhildi konungamóður við Silvíu
Nótt, til skýringar á hátterni hennar,
og þá áttaði ég mig á því að sæta stelp-
an í lopapeysunni á móti mér var leik-
konan Ágústa Eva Erlendsdóttir.
Á Nýp á Skarðsströnd heimsóttum
við Þóru Sigurðardóttur myndlistarmann sem var að láta hlaða öflugan leir-
brennsluofn að húsabaki. Ætlunin er að halda þarna listasmiðjur og vinna gripi
úr íslenskum leir.
Á Reykjum við Hrútafjörð er myndarlegt byggðasafn þar sem ég skoðaði þá
bestu baðstofu sem ég hef séð í slíku safni. Hún er frá Syðstahvammi í Kirkju-
hvammshreppi og var byggð 1873, 8×3,5 metrar og afþiljað herbergi innst fyrir
húsráðendur. Þarna er líka stofa frá Svínavatni í Austur-Húnavatnssýslu, um
það bil 12 fermetrar. Hún var á sínum tíma notuð sem þinghús.
Versta veðurdag ferðalagsins var farið fyrir Skaga þar sem kirkjur voru bless-
unarlega opnar. Við komum í Hjaltadal í niðaþoku svo að varla sáust handa skil.
En þegar vaknað var morguninn eftir á Hólum í heiðskíru veðri reyndist dal-
urinn umkringdur óvæntum fjöllum. Við fórum um uppgraftarsvæðið á staðn-
um og fengum fyrirlestur um það gagnmerka starf sem fornleifafræðingar vinna
þarna eins og víðar á landinu. Hóladómkirkjuna sjálfa verður líka að skoða
Stella Gunnarsdóttir var kokkur á
Kríunni vikuna okkar í Grímsey og
töfraði fram lystilega rétti úr heima
fengnu hráefni. Hverri máltíð lauk
með pöntun á kvöldverði næsta dags
til að hægt væri að útvega tilheyrandi
efnivið – höfrung, langvíu, Gríms
eyjarlamb, saltfisk eða nýjan þorsk.