Tímarit Máls og menningar - 01.09.2006, Side 98
M e n n i n g a r v e t t va n g u r i n n
98 TMM 2006 · 3
reglulega, hina glæsilegu Hólabrík, útskorna úr kirsuberjaviði, sem Jón Arason
gaf kirkjunni fyrir nærri fimm öldum, og aðra ómetanlega dýrgripi.
Í Listasafninu á Akureyri var í sumar yfirlitssýning á verkum Louisu
Matthíasdóttur sem þangað barst frá Þýskalandi og Danmörku, hæfilega stór
til að njóta hverrar einustu myndar og rifja upp hvað Louisa er sterk og ástríðu-
full og spennandi þrátt fyrir þá djúpu ró sem hvílir yfir myndunum hennar við
fyrstu sýn. Safnasafnið á Svalbarðseyri var hins vegar lokað vegna endurbóta
og stækkunar og verður að bíða næstu norðurferðar.
Þegar við komum til Akureyrar á bakaleið lentum við beint á tónleikum hjá
Schola cantorum í Akureyrarkirkju. Þar söng kórinn undir stjórn Harðar
Áskelssonar verk eftir tvo meistara, sautjándualdarmanninn Heinrich Schütz
og okkar eigin Þorkel Sigurbjörnsson, sem pössuðu einkar vel saman. Ekki
þarf að fjölyrða um englaraddir kórsins og einsöngvararnir voru fínir.
Steingervingasafnið á Hallbjarnarstöðum á Tjörnesi er fróðlegt safn og ekki
spillir hvað safnvörðurinn var fjarskalega vel að sér og skemmtileg kona. Steina-
söfn vilja verða yfirþyrmandi – rosalega margir steinar sem fljótlega fara að líkj-
ast hver öðrum – en bæði eru þarna spennandi steingervingar sem gaman er að
skoða og flottir „flökkusteinar“, sem einkum hafa borist með ís frá Grænlandi.
Á leiðinni að norðan, eftir Grímseyjardvöl, var farinn Kjalvegur í bongó-
blíðu. Útsýni var glæfralega fagurt til allra átta svo við hefðum getað tekið
undir með Höllu og sagt: „Fagurt er á fjöllunum núna!“
Sumarbækur
Ritstjóri átti raunar erindi ennþá lengra norður en til Grímseyjar á sumrinu. Þá var
flogið frá Reykjavík til Kulusuk á Grænlandi og þaðan til Nuuk – með viðkomu í
Syðra Straumsfirði vegna þoku. Nuuk er skemmtilegur bær með sérstæðan bygg-
ingarstíl og fólk þar ekki síður elskulegt og gestrisið en í Grímsey. Glæsilegasta
húsið er menningarsetrið Katuaq, en þar var fátt á seyði yfir sumartímann.
Erindið var að ákveða hver hlyti Vestnorrænu barnabókaverðlaunin í ár.
Framlag Íslands var Frosnu tærnar eftir Sigrúnu Eldjárn, grænlenska bókin var
Nissimaat nissimaajaqqallu (Jólaálfar og smáálfar) eftir Grethe Guldager og
Nuka Godtfredsen, og frá Færeyjum var myndabókin Ein hundur, ein ketta og
ein mús eftir Bárð Óskarsson. Sú færeyska varð hlutskörpust, skemmtilega
ókorrekt bók pólitískt sem andæfir þeirri vinsælu skoðun að öll dýrin í skóg-
inum eigi að vera vinir. Það er svo sem allt í lagi að vera vinir, finnst seppa, kisu
og músinni, verst hvað það er hryllilega leiðinlegt. Og svo springa þau á limm-
inu! Vestnorrænu barnabókaverðlaunin eru veitt annað hvert ár og þau hafa
áður fengið íslensku snillingarnir Andri Snær Magnason fyrir Söguna af bláa
hnettinum og Kristín Steinsdóttir fyrir Engil í Vesturbænum.
Ferðabók sumarsins var tvímælalaust Bíll og bakpoki eftir Pál Ásgeir
Ásgeirsson (Mál og menning) sem opnar lesendum tíu nýjar gönguleiðir um
Ísland. Þær miðast allar við það að fólk aki á bíl sínum á ákveðinn stað og gangi
frá honum og til hans aftur, einum til þremur dögum seinna, sem er mun