Tímarit Máls og menningar - 01.09.2006, Síða 101
M e n n i n g a r v e t t va n g u r i n n
TMM 2006 · 3 101
safnaði upplýsingum um hátt í þúsund listamenn sem fæddir voru eftir 1970
sem þeir síðan völdu úr. Við fáum að sjá hana í nóvember og hún stendur til
janúarloka 2007.
Í vestursal Kjarvalsstaða sýnir Þórdís Aðalsteinsdóttir sem hefur starfað í
New York undanfarin ár. Sýningarstjóri er Ólöf K. Sigurðardóttir. Í austursal
Kjarvalsstaða er verið að opna sýninguna Kjarval og frumherjarnir um það
leyti sem þetta hefti kemur til áskrifenda. Báðar sýningarnar standa til 3. des-
ember og safnið verður síðan lokað út jólamánuðinn vegna viðgerða.
Ekki gleyma börnunum þegar þið farið að sjá sýningarnar á Kjarvalsstöðum
því í litla salnum gegnt afgreiðslunni eru sérstakar sýningar fyrir börn undir
yfirskriftinni Skoðum myndlist. Þetta frábæra framtak hjá Listasafni Reykja-
víkur tengist útgáfu á samnefndri bók eftir Margréti Tryggvadóttur og Önnu
Cynthiu Leplar sem kom út sl. vor.
Í Listasafni Íslands hefst sýningin Íslensk myndlist: Málverkið eftir 1980
þann 7. október og stendur til 26. nóvember. Áhrif nýja málverksins bárust
hingað frá Þýskalandi og einkenndust í fyrstu af nýjum expressjónisma þar
sem róttækar skoðanir, kapp og dýnamík listamannanna endurspegluðust í
verkum þeirra. Hinn nýi expressjónismi reyndist í flestum tilvikum skamm-
lífur en upp úr þessari sprengingu spruttu ýmsir forvitnilegir angar sem hafa
gjörbreytt myndlistarflóru okkar síðustu tuttugu árin. Listamennirnir sem
tóku þátt í Nýja málverkinu voru allir ungir, nýkomnir úr skóla og með ferska
sýn; á sýningunni sjáum við þróun þeirra og hvar málverkið er statt núna. Sýn-
ingarstjórar eru Laufey Helgadóttir og Halldór Björn Runólfsson.
15. desember hefst sýning á frönskum expressjónisma, Le regard fauve, og
stendur til 25. febrúar 2007. Hún kemur frá Musée des Beaux-Arts í Bordeaux í
Frakklandi og færir okkur sérstaka sýn á fauvismann, afdrifaríkan tíma innan
málaralistarinnar sem náði hámarki árið 1905 og fól í sér nýjar skilgreiningar
í stefnu málverksins. Verk eftir heimsþekkta málara verða til sýnis, Raoul Dufy,
Pierre Bonnard, Henri Matisse, Oskar Kokoschka og Auguste Renoir.
Í Listasafninu á Akureyri stendur nú yfir sýning á verkum listamanna sem
tilnefndir eru til Íslensku sjónlistaverðlaunanna sem stofnað var til í fyrra og
verða veitt í fyrsta skipti í haust. Árinu verður svo lokað þar með yfirlitssýn-
ingu á verkum Drafnar Friðfinnsdóttur.
Tónlistin
Geisladiskurinn sem aðallega hefur verið í tækinu í sumar er tvöfaldur: Hvar
er tunglið? geymir 24 ný djasslög eftir Sigurð Flosason tónskáld og saxófónleik-
ara við texta eftir Aðalstein Ásberg, Kristjana Stefánsdóttir syngur. Þetta er
þægileg tónlist áheyrnar og oft gullfalleg. Aðalsteinn Ásberg er laus við for-
mannsstarf í Rithöfundasambandi Íslands eftir átta ár og heldur upp á það
með þessum fallegu söngvum. Við starfi hans hjá RSÍ tók Pétur Gunnarsson.
Sá á kvölina sem þarf að velja úr viðburðum í Salnum í Kópavogi næsta
starfsár. Þar má nefna meðal flytjenda Guðrúnu Jóhönnu Ólafsdóttur sem