Tímarit Máls og menningar - 01.09.2006, Síða 102
M e n n i n g a r v e t t va n g u r i n n
102 TMM 2006 · 3
brilleraði sem listrænn stjórnandi kammertónleikanna á Kirkjubæjarklaustri í
sumar (8. okt.), Eteri Gvazava, Alinu Dubik, Gunnar Guðbjörnsson, Bjarna
Thor og Jónas Ingimundarson (28. okt.), Miklós Dalmay sem leikur píanósón-
ötur Mozarts á fernum tónleikum í nóv. og des., Elizavetu Kopelman (15. og 17.
nóv.), Hönnu Dóru Sturludóttur og Lothar Odinius (13. jan.), Ólaf Kjartan (10.
des.), og Víking Heiðar Ólafsson sem leikur verk eftir J.S.Bach, Beethoven,
Brahms, Chopin og Ólaf Axelsson pabba sinn á hátíðartónleikunum næsta vor.
Alls verða í Tíbrárröðinni 34 tónleikar og sérstök vildarkjör bjóðast þeim sem
kaupa miða á sex tónleika í einu, þá fá þeir eina tónleikana í kaupbæti. Sjá
nánar á www.salurinn.is.
Guðrún Jóhanna syngur líka með Sinfóníuhljómsveit Íslands á Norrænum
músíkdögum 5. október, og þann 14. október syngja Gunnar Guðbjörnsson og
Ágúst Ólafsson með hljómsveitinni og þar að auki englaraddir Schola cantor-
um og Mótettukórs Hallgrímskirkju. 28. október verður haldið upp á níræð-
isafmæli Fóstbræðra sem þá syngja með Sinfóníunni undir stjórn Árna Harð-
arsonar verk eftir Gustav Holst og Samuel Barber. Þeir koma aftur við sögu 30.
nóv. Píanókonsertar Beethovens og þriðja sinfónía Brahms verða á dagskrá 31.
október, Rumon Gamba stýrir og Olli Mustonen leikur einleik. Á næstu tón-
leikum á eftir, 2. nóvember, leikur Víkingur Heiðar Ólafsson píanókonsert nr.
3 eftir Beethoven undir stjórn Gamba. Þeir sem hlustuðu á hann á Klaustri í
sumar munu ekki missa af því. The Kid og The Idle Class eftir Chaplin verða
á kvikmyndatónleikum 11. nóv. undir stjórn Franks Strobel. Óperutónleikar
verða 23. nóv. með Kristni Sigmundssyni, Kolbeini Ketilssyni, Petru Lang og
Wolfgang Schöne og blönduðum kór undir stjórn Árna Harðarsonar. Fluttur
verður 3. þáttur Parcifals eftir Wagner og stjórnandi er Johannes Fritzsch.
Meðal einleikara seinna í vetur má nefna Gunnar Kvaran sellóleikara, hann
leikur Sellókonsert Johns Speight 1. mars; Sif Tulinius leikur Fiðlukonsert eftir
Sofia Gubaidulina 22. mars, Vladimir Ashkenazy leikur Píanókonsert í a moll
eftir Schumann 12. apríl og Guðný Guðmundsdóttir leikur Fiðlukonsert eftir
Antonín Dvorák 20. apríl. Poppverkin í vetur hjá Sinfóníunni eru söngleik-
urinn Ávaxtakarfan eftir Kristlaugu M. Sigurðardóttur og Þorvald B. Þor-
valdsson sem flutt verður 12. maí og The Wall eftir Roger Waters 29. júní.
Leikhús og bíó
Þjóðleikhúsið lét mikið á sér bera á síðasta leikári og sumar sýningarnar gengu
gríðarvel. Fleiri hefðu átt að ganga vel, til dæmis Átta konur sem teygir ennþá
á munnvikunum. Frá fyrra leikári verða tekin upp Fagnaður Harolds Pinter og
Stefáns Jónssonar, Pétur Gautur Ibsens og Baltasars Kormáks og Eldhús eftir
máli, leikgerð Völu Þórsdóttur af smásögum Svövu Jakobsdóttur.
Nýjar sýningar eru af ýmsu tagi en íslenskt verður í öndvegi. Fyrsta frumsýn-
ing á stóra sviði Þjóðleikhússins er á leikgerð Illuga Jökulssonar á sögunni Sitji
guðs englar eftir Guðrúnu Helgadóttur. Fá skáldverk hafa notið eins mikillar
hylli undanfarna áratugi og barnabækur Guðrúnar, og þó að tvíburarnir henn-