Tímarit Máls og menningar - 01.09.2006, Qupperneq 103
M e n n i n g a r v e t t va n g u r i n n
TMM 2006 · 3 103
ar, Jón Oddur og Jón Bjarni, séu vinsælastir eru bækurnar þrjár um hafnfirsku
systurnar, Sitji guðs englar, Saman í hring, Sænginni yfir minni, ennþá listrænn
tindur höfundarverks Guðrúnar. Leikstjóri er Sigurður Sigurjónsson og elsta
systirin, Heiða, einhver best skapaða persóna íslenskra samtímabókmennta, er
leikin af engri ennarri en Brynhildi „Piaff“ Guðjónsdóttur. Á stóra sviðinu
verður líka söngleikur eftir handhafa Grímunnar sem besta leikskáld, Hugleik
Dagsson. Söngleikurinn heitir Leg og fjallar um þungun og fóstureyðingu.
Væntanlega talsvert blóðugur. Grímumaðurinn Stefán Jónsson stýrir. Á Smíða-
verkstæðinu verður svo leikritið Amma djöfull eftir Ásdísi Thoroddsen kvik-
myndagerðarmann með Kristbjörgu Kjeld í aðalhlutverki.
Patrekur eins og hálfs eftir sænska leikskáldið Michael Druker verður farand-
sýning fyrir ungt fólk undir stjórn Gunnars Helgasonar. Sumardagur Jons
Fosse varð undir vinsælum verkum í fyrra, nú kemur hann upp á Smíðaverk-
stæðinu undir stjórn Egils Heiðars Antons Pálssonar. Á stóra sviðinu verður
leikritið Stórfengleg eftir Peter Quilter um Florence Foster Jenkins, verstu
söngkonu allra tíma, með Ólafíu Hrönn Jónsdóttur í aðalhlutverki. Ekki veit
ég hvernig hún ætlar að syngja illa. Ágústa Skúladóttir stýrir.
Jólaleikrit hússins verður Bakkynjurnar eftir Evripídes sem ekki hafa áður
verið settar á svið hér á landi. Leikstjóri er Grikkinn Giorgios Zamboulakis
sem vann með Eddu Heiðrúnu Backman að Mýrarljósi fyrir fáeinum árum.
Einnig koma að sýningunni Atli Ingólfsson tónskáld, Erna Ómarsdóttir dans-
ari og sviðshönnuðurinn Thanos Vovolis. Stefán Hallur Stefánsson, nýútskrif-
að glæsimenni, á að leika guðinn Díonísos sem kemur til jarðar í líki manns
(eins og annar guð gerði nokkru síðar) og gerir allt stjörnuvitlaust. Það ætti
ekki að vefjast fyrir Stefáni Halli eftir Penetreitor í Sjóminjasafninu. Kristján
Árnason þýðir nýgríska útgáfu af verkinu.
Spennandi eru líka Pleasure Island eftir Jacob Hirdwall sem fjallar um
íslenskt erfðagreiningarfyrirtæki og Hjónabandsglæpir eftir hinn snjalla Eric
Emmanel Schmitt sem Edda Heiðrún leikstýrir.
Leikfélag Reykjavíkur er í nostalgíukasti því þrjú fræg verk úr fortíðinni eru
væntanleg á fjalir Borgarleikhússins. Stefán Baldursson stýrir því fræga stykki
Amadeus eftir Peter Shaffer í tilefni af 250 ára afmæli Mozarts. Svo fáum við hið
sígilda verk Birgis Sigurðssonar, Dag vonar, magnað fjölskyldudrama sem sýnt
verður á nýja sviðinu undir stjórn Hilmis Snæs Guðnasonar. Það var frumflutt í
Iðnó 1987 undir stjórn Stefáns Baldurssonar og er ógleymanlegt þeim sem sáu.
Seinna var gerð eftir því ágæt sjónvarpskvikmynd sem Lárus Ýmir Óskarsson
leikstýrði. Þriðja gamla verkið í nýrri uppsetningu er söngleikurinn Grettir eftir
Ólaf Hauk Símonarson sem enn er furðu minnisstæður eftir hátt á þriðja áratug.
Svo verða tvö verk sýnd eftir Anthony Neilson, höfund áðurnefnds Penetrei-
tors sem Vér morðingjar settu upp undir stjórn Kristínar Eysteinsdóttur í fyrra
og er einhver áhrifamesta sýning síðasta leikárs. Þetta skoska leikskáld hefur
vakið mikla athygli undanfarinn rúman áratug og talsverða hneykslun og titr-
ing víða um lönd. Annað verkið sem LR setur upp eftir hann er Fagra veröld,
eins konar nútímagerð af Lísu í Undralandi sem sýnd verður á stóra sviðinu,