Tímarit Máls og menningar - 01.09.2006, Blaðsíða 105
TMM 2006 · 3 105
Tón l i s t
Jónas Sen
Heitar lummur í Skálholti
Kannski eru lummurnar það besta við Sumartónleika í Skálholti. Á milli tón-
leikanna á laugardögum er boðið upp á hlaðborð sem samanstendur af þjóð-
legu bakkelsi og lummurnar eru meðal kræsinganna. Með lummunum fylgir
sulta – krækiberjasulta að því er ég held – og hún er ótrúlega góð.
Nú veit ég reyndar ekki hvort lummur eru séríslenskt fyrirbæri, en þær hafa
a.m.k. verið borðaðar hér á landi í afar langan tíma. Sömu sögu hefur verið að
segja um allt annað á hlaðborðinu í Skálholti. Í sumar brá þó svo við að ein-
hvers konar brauðréttur var meðal veitinganna, réttur sem ég trúi ekki að hafi
þekkst hérlendis fyrr á öldum. Að vísu smakkaði ég ekki réttinn og get því ekki
lýst honum hér, en maður sá langar leiðir að það var eitthvað grunsamlega
alþjóðlegt við hann.
Óneitanlega var nýi rétturinn táknrænn fyrir tónlistina á hátíðinni, því í ár
var eitt af staðartónskáldunum hin rúmenska Doina Rotaru. Í Skálholti hefur
dagskráin að hluta til verið helguð verkum samtímatónskálda, sem fyrir utan
John Tavener fyrir tveimur árum hafa alltaf verið íslensk, rétt eins og lumm-
urnar og sultan. Nú var allt í einu boðið upp á erlenda samtímatónlist á hátíð-
inni.
Ólíkt brauðréttinum kynnti ég mér Rotaru vel, fór á báða tónleikana með
tónlist hennar, sem Caputhópurinn flutti af snilld. Í gagnrýni um tónleikana
lýsti ég ánægju minni yfir að við gætum loksins borið hið besta erlendis saman
við íslenska samtímatónlist á hátíðinni. Það væri nauðsynlegt því íslensk tón-
list væri ekki afmarkað fyrirbæri heldur hluti af stórri menningarheild eins og
ég fer nánar út í hér á eftir.
„Við erum best!“
Eftir að ég skrifaði greinina um Rotaru hef ég velt því fyrir mér hvort tónleik-
arnir með tónlist hennar séu merki um að minnimáttarkennd Íslendinga á
tónlistarsviðinu sé í rénum. Það vita auðvitað allir að Íslendingar hafa þjáðst af
geigvænlegri minnimáttarkennd í gegnum tíðina, enda er reglulega vakin
athygli á þessu „heilkenni“ í fjölmiðlum. Skemmst er að minnast auglýsinga
fyrir Thule öl í sjónvarpinu, þar sem tveir Íslendingar sáust gorta af afrekum