Tímarit Máls og menningar - 01.09.2006, Qupperneq 106
Tó n l i s t
106 TMM 2006 · 3
þjóðarinnar við barþjón erlendis. Auglýsingarnar voru fyndnar vegna þess hve
mikill sannleikur fólst í þeim; þær hittu beint í mark.
Nýjasta innleggið í umræðuna um minnimáttarkennd Íslendinga er senni-
lega pistill eftir Jón Gunnar Ólafsson í Morgunblaðinu 21. júlí sl., „Ísland e.B.“:
Þar sagði Jón: „Ég hef mætt á marga íslenska listviðburði í London og hafa
fæstir þeirra verið eitthvað í líkingu við það sem ég svo síðar les um í fjölmiðl-
um eða heyri fólk tala um. Það þarf að blása allt upp, gera það stærra og flott-
ara. Helst þarf það að vera best. […] Hefur skapast einhver þjóðarsátt um það
að leyfa þessum málaflokki eingöngu að vera á jákvæðu nótunum? Fjölmiðla-
fólk eigi bara að þylja upp allt sem kynningarfólk viðkomandi aðila gefi upp
um stöðu mála og taka því öllu sem heilögum sannleik …? (…) er þetta stolt
eða minnimáttarkennd?“
Birtingarmynd minnimáttarkenndarinnar er af ýmsum toga. Á árum áður
kom hún m.a. fram í einhverskonar ofverndun íslenskrar tónlistar, eins og
Bjarki Sveinbjörnsson benti á í doktorsritgerð sinni um sögu tónlistar á Íslandi
(á vefnum musik.is). Bjarki segir að vitundin um „hinn íslenska tónlistararf,
þ.e. kórana, ættjarðarlögin og þjóðskáldin“ hafi verið „mjög sterk á fyrstu
árum aldarinnar. Jókst hún til muna við tilkomu Ríkisútvarpsins og þá við-
leitni þess að „ala þjóðina upp“ í tónlistarlegum skilningi. Sáu sumir hlustend-
ur ákveðna hættu í útsendingum útvarpsins og bentu á í bréfum og greinum
að það bæri að viðhalda hinum íslenska söngarfi og verja hann „árásum“ og
„áhrifum frá útlöndum.“
Eitt mest sláandi dæmið um minnimáttarkennd þjóðarinnar er kvikmynd
Ara Alexanders Ergis Magnússonar um íslenska dægurtónlist, Gargandi snilld.
Þar eru staðreyndirnar um ástæður gróskunnar í íslensku tónlistarlífi beinlínis
faldar, hvort sem það er gert meðvitað eða ómeðvitað. Fjöldi viðtala er tekinn
við íslenskt tónlistarfólk, en inn á milli er leikin hérlend dægurtónlist og mikið
um dramatískar landslagssenur. Lesa má þann boðskap úr myndinni að sú
gargandi snilld sem hún kennir sig við liggi eingöngu í eðli Íslendinga og
íslenskum aðstæðum. Íslensk tónlist sé sérstök vegna landfræðilegrar legu,
vegna smæðar þjóðfélagsins, vegna hrynjandinnar í Eddukvæðunum, vegna
náttúrunnar o.s.frv. Hvergi kemur fram að gróskuna í tónlistarlífinu hér megi
rekja til erlendra menningaráhrifa, tónlistarmanna sem hingað fluttu á fyrri
hluta 20. aldar, íslenskra tónlistarnemenda sem menntuðu sig á erlendri grund
o.s.frv.
Sjálfsagt eru margar ástæður fyrir þessari minnimáttarkennd Íslendinga.
Ein þeirra er sú skoðun, sem lengi hefur verið ríkjandi, að við höfum verið
„menningaróvitar“ á sviði tónlistar þar til fyrir hundrað árum eða svo. Það er
jú staðreynd að hljóðfæraleikur á Íslandi virðist hafa verið mjög frumstæður
lengi framan af; fyrstu tónleikarnir í sögu þjóðarinnar þar sem eingöngu var
leikið á hljóðfæri voru haldnir árið 1876, sama ár og Niflungahringurinn eftir
Wagner var frumfluttur í heild sinni í Evrópu. Við vorum m.ö.o. býsna stutt á
veg komin miðað við menningarlífið í Evrópu á sama tíma. Auk þess bentu
skrár íslensku handritasafnanna ekki til þess að í þeim væru neinar nótur.