Tímarit Máls og menningar - 01.09.2006, Page 113
B ó k m e n n t i r
TMM 2006 · 3 113
söguna, nálægt lokum hennar). Inni í miðri sögu birtist síðan lögreglumaður því
að þeir eru vitaskuld ómissandi í íslenskum nútímabókmenntum. Heitir sá Knud
Hamsun og er þannig nafni sagnaskáldsins mikla – og þó ekki. Gætu spor-
göngumenn Barthes sjálfsagt lesið margt úr þessum mismun á einu hljóðani (d/t)
sem aðrir en heimamenn rugla sjálfsagt iðulega saman. En þó að sagan virðist
stefna í átt að sakamálasögu reynist það aðeins vera enn ein „rauða síldin“ (eins
og það heitir í glæpasagnaheiminum). Skipið er vissulega lokaður og afskekktur
heimur eins og í glæpasögum frá tíma Valdimars en ekkert verður þó úr þessum
þræði og Hamsun þessi hverfur úr sögu, jafn óræður og þegar hann birtist fyrst.
Einkennileg hegðun samferðamannanna kemur lesandanum vitaskuld ekki
síður í opna skjöldu en Valdimari. Má gera ráð fyrir að glíma megi lengi við orð
og gjörðir persónanna, án þess endilega að skilja þær til fulls, enda flækist
Valdimar svolítið fyrir þeim sem atkvæðamikil sögumannsrödd. Ekki er
ósennilegt að Argóarflísin reynist mörgum þrengri inngangs en verðlaunabók-
in Skugga-Baldur einmitt vegna þess að hvorki Valdimar né aðrar sögupers-
ónur vekja samúð lesenda fyrirhafnarlaust.
Keneifur sjálfur er ekki minnsti leyndardómurinn, ekki síst þar sem í fljótu
bragði virðist enginn með þessu nafni koma fyrir í sögu Jasons og Argóarfaranna.
Þó segist Keneifur hafa verið á því skipi sem virðist auðvitað fjarstæðukennt fyrir
þann sem veit að goðsagan á að gerast í grárri forneskju. Ekki bætir úr skák þegar
í ljós kemur að hann er risavaxinn og þegar á líður söguna kemur í ljós að hann
hefur ekki aðeins lifað langan aldur í máfslíki heldur var hann eitt sinn stúlka að
nafni Kenís. Í lokin kemur svo í ljós að skipið Elízabet sem Valdimar er staddur á
er eins og klukka og hefur Keneifur það hlutverk að trekkja það upp með lykli.
Í eftirmála sögunnar segir Sjón að Keneifur sé fulltrúi Krónosar, tíma goð-
sögunnar, og það fer vel á því að hann sé þá staddur á skipi í eigu skipafélagsins
Krónosar og hafi það hlutverk að stjórna gangvirki þess. Hamskipti hans í
konur og fugla verða líka skiljanlegri þegar upp rifjast að Keneifur er einmitt
annað nafn eins af sonum hins gríska Krónosar (eða Satúrnusar), Ólympsguðs-
ins Seifs sem barnaði Ledu í líki svans. Líkt og Óðinn hinn norræni var Seifur
brögðóttur og gefinn fyrir dulargervi þannig að hlutverk Keneifs í sögunni er
hálfu skiljanlegra ef við lítum svo á að hér sé hinn marglyndi Seifur sjálfur
kominn og segi Valdimari þessa goðsögu. Velta má fyrir sér hvort Valdimari
takist að stela einhverju af guðlegu eðli hans ásamt flísinni af Argó og sé þann-
ig í lokin orðinn eins og greddufullur brögðóttur grískur guð.
Ef Keneifur er Seifur sjálfur má velta fyrir sér hvort öll ferðin og frásögnin
sé þá ekki eins konar Gylfaginning, enda sögumaðurinn Valdimar ekki ólíkur
hinum forvitna Gylfa konungi sem ginntur var af Óðni í þremur pörtum,
Háum, Jafnháum og Þriðja. Ekki er sú veröld sem Valdimar kynnist á Elíza-
betu síður undursamleg en veröldin sem þríeinn Alfaðir sýndi Gylfa í Snorra-
Eddu. Sumir fræðimenn hafa raunar velt því upp hvort verið geti að guðirnir
séu sjálfur ginntir og Gylfa takist með slægð að veiða upp úr þeim leyndarmál
þeirra. Eins má spyrja hvort Valdimari hinum norræna fiskunnanda takist
ekki að hafa betur í viðureign sinni við dulbúna guðinn Keneif.