Tímarit Máls og menningar - 01.09.2006, Síða 116
B ó k m e n n t i r
116 TMM 2006 · 3
um.2 Eitt af fáum skiptum þar sem hún sýnir óvéfengjanlegt lífsmark er þegar
hún er lítil stelpa og flétturnar hennar eru skornar af henni. Þá hleypur hún
heim á Sjafnargötuna öskrandi af öllum lífs og sálar kröftum, og þagnar ekki
fyrr en Ragnhildur er komin inn til hennar. En sú er ekki komin til að hugga,
heldur til að gefa henni svefnsprautu. Lilla virðist vera fórnarlamb móður sinn-
ar, en eftir að Ragnhildur hættir að hafa eins bein áhrif á hana heldur Lilla sjálf
áfram að ,,deyfa“ sig, sprauta sig niður. Og þegar ástin sjálf ber að dyrum, getur
hún einungis vísað henni frá. ,,Hamingjan í skæru litunum sem ég kunni ekki
á og hrinti þeim frá mér svo litleysið mætti ríkja eitt.“ (109)
Orka Lillu sem manneskju virðist aldrei leysast úr læðingi, en hvað verður
um textann? Sú spurning vaknar hvort textanum (og textaorkunni) í heild
sinni, sem sniðinn er eftir persónunni Lillu, blæði ekki fyrir vikið.
Eins og minnst hefur verið á, rær höfundur skáldsögunnar á kunnug mið,
en getur verið að hér hafi átt sér stað endurskipan hinna klassísku hlutverka í
ástarskáldsskap Steinunnar? Er Lilla í raun elskhuginn/ dauðinn sem tekur
fólk til sín, þetta myrka en lífsnauðsynlega afl sem er til að mynda að finna í
Hundrað dyrum í golunni og Kartöfluprinsessunni? Það er táknrænt að
Mummi bróðir Lillu kalli herbergið hennar Kötukompuna, ,,um leið og hann
var búinn að kynnast orðinu katakomba“(121), og eins og sönn undirheima-
drottning tekur Lilla sinn gráhærða kærasta til sín undir lokin.
En aðalpersóna Sólskinshests er flóknari í sínu tómi, og ef lesandi ætti að
líkja henni (líknarhjúkrunarfræðingnum) við goðsögulega persónu yrði það
ekki Hades heldur ferjumaðurinn: ,,Hún hafði tekið þátt í fimmhundruð dauð-
dögum.“ (172) Hennar verustaður er hin hárfína lína sem skilur að líf og dauða,
sem er í senn allt og ekkert. ,,Enda var það helst í dauðans dyrum annarra sem
hún gleymdi að hugsa aðalhugsanirnar: Mér væri sama þótt ég hefði ekki verið
til. Það hefði verið skárra að mega vera ekki til.“ (148) Þetta er nánast endurtekn-
ing á orðum Nellíar stuttu áður en hún fremur sjálfsmorð, og maður spyr sig
hvaða ,,tvíverknaður“ sé hér á ferð. Áður en hún tekur eigið líf hugsar hún um
hið liðna:
Dómur fallinn, yrði ekki aftur tekinn. Dómur í máli þar sem ekkert hafði gerst.
Ekki einu sinni
dauðadómur. Lífsdómur.
Að lífið væri þá búið til úr því sem aldrei gerðist.
(Ekki einu sinni hægt að gleyma, ef það gerðist aldrei.)
Líf úr engu gert. Eða minna en engu.
[…]
Að hverfa úr engu í ekkert. Meðan bið yrði á síðasta sársauka.
Ekki komin af moldu til að verða aftur að moldu heldur komin af engu til að verða
aftur að engu.
Af engu ertu kominn, að engu muntu aftur verða? (167)