Tímarit Máls og menningar - 01.09.2006, Qupperneq 118
B ó k m e n n t i r
118 TMM 2006 · 3
Kristján Jóhann Jónsson
„Við eigum brekku eftir“
Guðjón Friðriksson: Ég elska þig stormur, ævisaga Hannesar Hafstein. Mál og menning
2005.
Ég elska þig stormur, frásögn Guðjóns Friðrikssonar af ævi Hannesar Hafstein,
er 726 bls. að lengd þegar skrár eru með taldar. Hún er gefin út á einni bók og
ef til vill hefur læðst að útgefandanum sú hugsun að bækur um mikilmenni
verði að vera þykkar, eða að minnsta kosti meiri hnullungar en ævisögur með-
albænda. Bók upp á rúmar 700 bls. kveikir auðvitað spurninguna: Fyrir hvern
er þetta gert? Upphaf tuttugustu og fyrstu aldar einkennist af hröðum við-
brögðum og snöggum úrlausnum en tími verður æ dýrari og þolinmæðin
skreppur saman. Hver les þá svona þykkar bækur? Er þetta kannski röng
spurning? Ætti frekar að spyrja: hver kaupir svona þykka og fallega bók til gjafa
handa ömmu og afa? Eða ætti að spyrja hvort ást gefanda á þiggjanda sé því
aðeins mikil ef bókin er stór og dýr?
Ævi og störf
Guðjón skiptir ævi Hannesar í nokkur skeið sem tengjast á rökréttan hátt eins
og löngum hefur tíðkast í ævisögum: söguna af bernsku, ást og raunum í upp-
vexti, söguna af þroskaárum og skólagöngu, sem hefst í Reykjavík og lýkur í
Kaupmannahöfn, söguna af stöðubaráttu í goggunarröð embættismanna, sög-
una af stjórnmálabaráttu, leið Hannesar á tindinn og síðan hruni, veikindum
og ósigrum.
Fyrsti kaflinn segir frá átökum og sorgum á bernskuheimili Hannesar þó
heimildir séu nokkuð þöglar um bernsku hans sjálfs. Hann virðist hafa þrifist
nokkuð vel í margmenninu á Möðruvöllum þrátt fyrir erfiðan heimilisbrag.
Faðir Hannesar, Pétur amtmaður, var geðveikur. Móður hans var ungri ýtt inn
í hjónabandið af fjölskyldunni þó að menn mættu vel vita hvað klukkan sló.
Kristjana móðir Hannesar stóð hins vegar af sér allar þrautir og varð syni
sínum mikill styrkur alla tíð. Ævilöng, sterk tengsl þeirra mæðgina má tví-
mælalaust rekja til bernskuára Hannesar. Þá hefur hún verið honum bæði faðir
og móðir. Þegar Hannes var löngu seinna orðinn ráðherra Íslands voru sam-
þykkt lög um stóraukin réttindi kvenna og einnig lög um geðveikraspítala.
Samkvæmt þeim var Kleppsspítali reistur og tók til starfa árið 1907.
Skólaárin skiptast í kafla um Reykjavíkurskóla og kafla um stúdentsárin í
Kaupmannahöfn. Samanlagt er skólasagan rúmar 120 blaðsíður og það er ansi
vel í lagt. Það lengir þennan hluta að vísu að í honum er vitnað meira til skáld-
skapar en annars staðar í bókinni. Það sýnir jafnframt að nokkru leyti stöðu
skáldskaparins í þessari ævisögu. Hann er fyrst og fremst notaður sem heimild