Tímarit Máls og menningar - 01.09.2006, Page 119
B ó k m e n n t i r
TMM 2006 · 3 119
um innra líf og þroska viðfangsefnisins, það er að segja Hannesar Hafsteins, og
lendir því að mestu leyti á hinu mikla breytingaskeiði unglingsáranna. Hug-
myndir skólapilta á námsárum Hannesar eru einnig nefndar í tengslum við
skáldskap hans (bls. 83–90 og 99–104). Þegar frammí sækir eru kvæði stund-
um nefnd sem dæmi um framfaratrú Hannesar (301) eða átök við sorg (528).
Dýpri umræða um hugmyndir raunsæisstefnunnar hefði átt vel heima í bók-
inni og þar með um þróun Hannesar sem skálds. Hver var bókmenntaleg sér-
staða hans og afstaða til annarra þjóðskálda? Framganga Hannesar á stjórn-
málasviðinu knúði þjóðina svo sannarlega til þess að taka málefni til umræðu
eins og boðað var í stefnuskrá Georgs Brandes. Var Hannes ef til vill meiri
„raunsæismaður“ í stjórnmálum en skáldskap?
Síðustu tveir kaflarnir fléttast saman við söguna af fjölskyldulífi, eiginkonu
og börnum. Hjónabandið við Ragnheiði varð Hannesi til mikillar gæfu. Hún
hefur verið ótrúlega sterk og vel gerð manneskja. Þau hjónin komu upp mörg-
um, fallegum börnum en máttu einnig þola það að missa úr barnahópnum.
Þau virðast hafa staðið þétt saman í sorgum og gleði.
Samræða við aðra fræðimenn
Við gerð ævisögunnar hefur Guðjón notað mikið af heimildum og skráning og
frágangur á þeim virðist með hinu besta móti. Hins vegar minnist ég þess ekki
að hafa rekist á mikið af skoðunum annarra sagnfræðinga á þessu mikilvæga
og umrædda tímabili. Bókin er ekki tengd almennum umræðum og það finnst
mér galli. Ég veit ekki betur en margir sagnfræðingar hafi látið í ljósi skemmti-
legar tilgátur og markverðar íhuganir sem hefði mátt nefna því það hefði
dýpkað bókina og aukið gildi hennar. Af hverju er engin samræða við þá
fræðimenn sem staðið hafa fyrir gagnrýnni endurskoðun á þjóðernishug-
myndum 19. aldar? Ég nefni til dæmis skrif Guðmundar Hálfdánarsonar og
Gunnars Karlssonar um tímabil Hannesar og að hluta til sömu menn. Einnig
yngri sagnfræðinga sem komið hafa fram á sjónarsviðið með athygliverðar
kenningar síðustu árin. Ekki er heldur hægt að sjá að bókmenntafræðingar
hafi haft neitt til málanna að leggja um Hannes Hafstein. Að mínu mati hefði
vel mátt draga úr rakningu ýmissa minni háttar mála, eins og til dæmis pólit-
ískra stórátaka í lestrarfélagi stúdenta í Kaupmannahöfn, en dýpka þess í stað
umræður um íslenska stjórnmálasögu á þessu mikilvæga skeiði. Hér er þó ekki
við höfundinn einn að sakast. Í íslenskum ævisögum eru atburðir yfirleitt
teknir fram yfir hugmyndir. Það skiptir meira máli hvort sögupersónan dettur
í sjóinn og bjargast naumlega en hvort hún ánetjast hugmyndastraumum sam-
tímans og þá á hvaða hátt. Höfundum ævisagna er hér nokkur vorkunn því
þeir geta ekki annað en miðað sig við heimildir að einhverju eða allmiklu leyti.
Ein athyglisverðasta tilraun síðari ára til að glíma við heimildavandann og
frelsi sögumanns í ævisögu er ævisaga Héðins Valdimarssonar eftir Matthías
Viðar Sæmundsson en um hana hef ég áður fjallað.1
Hver er sá Hannes sem Guðjón segir frá? Hann er alla tíð umkringdur kven-