Tímarit Máls og menningar - 01.09.2006, Page 121
B ó k m e n n t i r
TMM 2006 · 3 121
bók af þessu tagi. Auðvitað velur höfundur sinn sannleika og væri horft frá
sjónarhóli Valtýs Guðmundssonar til dæmis væri saga Hannesar væntanlega
allt önnur en sú sem birtist í frásögn Guðjóns, en gerir það nokkuð til? Verðum
við ekki alltaf að velja okkur einhverja frásögn eða eitthvert sjónarhorn, jafnvel
þó ekki hvarfli að okkur að skoðun okkar sé sú eina rétta?
Sé litið til bókmenntasögunnar er fljótséð að höfundar skáldsagna hafa fyrir
löngu misst trúna á þá tegund frásagnar sem byggir á orsakasamhengi og
tímaröð í leit að skynsamlegri niðurstöðu þeirrar sögu sem sögð er. Bourdieu
víkur einnig að þessu í bók sinni og minnir á yfirlýsingar franska rithöfund-
arins Alain Robbe Grillet um að upphafs nútímaskáldsögunnar sé einmitt að
leita í þeirri uppgötvun að ævi okkar sé hvorki samfelld né skynsamleg heldur
sett saman úr margvíslegum, óröklegum hliðstæðum sem birtast óvænt og án
markmiðs. Þetta er ekki nýr skilningur. Shakespeare lauk hinu fræga leikriti
Macbeth á því að líf okkar væri andsögulegt og merkingarlaust og í þekktu rit-
verki ameríska rithöfundarins Faulkners, The Sound and the Fury, er sett spurn-
ingarmerki við þær tvær hugmyndir að líf okkar hafi stefnu og merkingu.3
Í íslenskum bókmenntum tók Thor Vilhjálmsson hressilega undir þessi sjón-
armið í bókinni Fljótt fljótt sagði fuglinn árið 1968.4 Ekki hefur þó gengi hinnar
módernísku skáldsögu verið sérlega gott upp á síðkastið og rétt að fara sér hægt
áður en litið er á hugmyndir módernista sem algildan sannleik. Hin póstmódern-
íska skáldsaga leyfir sér glaðhlakkalega frásögn og hugmyndaflug og er sér þess vel
meðvitandi að ekki er allt sem sýnist, hvorki í sögunum né utan þeirra. Hátíðleiki
gömlu, raunsæilegu skáldsagnanna sem leituðu félagslegs og siðferðilegs sannleika
er löngu horfinn og dramatísk tómhyggja módernismans á undanhaldi.
Sagnfræðingar og höfundar hefðbundinna ævisagna hafa dregist svolítið
afturúr í viðureigninni við sannleikann. Heimildirnar standa milli þeirra og
hins óbærilega léttleika tilverunnar. Heimildanotkun ævisagnahöfunda hefur
verið í sviðsljósinu síðustu tvö–þrjú árin og ekki að ófyrirsynju. Höfundar
ævisagna verða að leita að einstiginu milli fræða og framkvæmdar. Annars
verða ævisögur innan skamms sú grein afþreyingarbókmennta sem heldur
hvað fastast í flækjulausa heimsmynd.
Að lokum
Ævisaga Hannesar Hafstein eftir Guðjón Friðriksson er vönduð, hefðbundin
ævisaga sem gerir kröfu til þess að vera sagan öll. Ég hafði að mörgu leyti gaman
af að lesa bókina og íhuga þessa merkilegu frásögn af ævi Hannesar. Hins vegar
hefði mér fundist hún meira spennandi ef höfundur hefði ritstýrt verkinu
skörulegar, skorið niður og vísað frekar í rannsóknir annarra. Styttingar krefj-
ast þess að valið sé og hafnað og því fylgir vissulega alltaf túlkun en það er jafn-
framt ábyrgð og skylda ævisagnaritarans. Kannski hefði Guðjón getað leyft sér
skáldlega spretti eins og Matthías Viðar í sögu sinni af Héðni Valdimarssyni,
eða stigið til hinnar hliðarinnar, gert bókina að meiri fræðibók, lagst í dýpri
íhuganir um skáldskap Hannesar og leyft rödd annarra sagnfræðinga að heyr-