Tímarit Máls og menningar - 01.09.2006, Page 122
B ó k m e n n t i r
122 TMM 2006 · 3
ast um túlkun þessa markverða tímabils. Það er hins vegar ekki kurteist að biðja
um aðra bók en þá sem skrifuð hefur verið og því læt ég þessu nú lokið.
Tilvísanir
1 Kristján Jóhann Jónsson 2006. Tímarit Máls og menningar: 67. 1. 91–94.
2 Pierre Bourdieu 1997: Af praktiske grunde. Omkring teorien om menneskelig
handlen. bls.79. Þýdd úr frönsku eftir Raisons pratique. Sur la théorie de l’action,
Éditions du Seuil, Paris 1994.
3 Sama rit. bls. 81
4 Kristján Jóhann Jónsson 1995: „Hvers vegna var fuglinn að flýta sér?“ Fuglar á
ferð bls. 37–44.
Bjarni Bjarnason
Höfundur verður skáldsögupersóna
Kristjón Kormákur Guðjónsson: Frægasti maður í heimi. Ísabella 2005.
Það er kunnara en frá þurfi að segja að verkfærið hefur áhrif á það sem unnið
er og er oft forsenda fyrir að verk sé gerlegt. Til dæmis er ekki hægt að stunda
útskurð án hnífs, og það hve fínum hnífum maður hefur yfir að ráða hefur
áhrif á blæbrigði útskurðarins. Þetta hefur ávallt gilt um ritlistina eins og
annað. Tölvan er nýjasta verkfærið og það er ennþá verið að kanna hvaða áhrif
hún hefur á skáldsöguna. Frægasti maður í heimi eftir Kristjón Kormák Guð-
jónsson er liður í þeirri rannsókn. Tómas Jónsson, aðalpersóna bókarinnar
kemur fram sem bloggari áður en bókin er til orðin og þróast sem slíkur í gagn-
virkum samskiptum við fólk. Þar lifir höfundurinn persónuna og hefur gegn-
um hana samband við raunverulegt fólk í skjóli netsins, fólk sem annars hefði
bara verið höfundinum innblástur að persónum, án þess að hann hefði kynnst
þeim beint eða átt við þær samskipti. Netið býður líka upp á þann möguleika
að samskiptin, bréfaskiptin, fari langt út fyrir það sem telst normal í beinum
kynnum. Þannig hefur verkfærið, tölva og internet, bæði gert höfundi fært að
þróa skáldaða persónu í „raunverulegum“ samskiptum og auk þess prófa sam-
skiptamynstur sem annars hefðu ekki liðist. Samfélagið er sem sagt skoðað
með nýrri nálgun sem nýtt samfélag býður upp á.
Ofan á þetta þá gengur Kristjón mjög langt í að afhjúpa leyndardóma höf-
undarins varðandi verkið að öðru leyti. Hann rekur helstu áhrifavalda sjálfur
og bendir á þá sérstaklega aftast í bókinni. Hann gefur hugmynd um vinnslu-
ferli bókarinnar, bæði með því að fjalla um svipaða hugmynd sem hann vann
að um tíma en aldrei varð að bók og með því að birta kafla sem féllu út. Hann
segir líka frá því hvernig hann fékk hugmyndina að persónu Tómasar og þró-