Tímarit Máls og menningar - 01.09.2006, Side 130
B ó k m e n n t i r
130 TMM 2006 · 3
Gunnar Karlsson
Að dansa tangó við Sjú En Lai
Sólveig Kr. Einarsdóttir: Hugsjónaeldur, minningar um Einar Olgeirsson. Mál og menn-
ing 2005.
Íslensk kona á sjötugsaldri tekur sér fyrir hendur að skrifa bók til að halda minn-
ingu föður síns á lofti, gamals kommúnista sem ungur hafði séð sólris sósíalism-
ans austur í Sovétríkjum og fylgst síðan með því hvernig bilið breikkaði smám
saman milli framtíðardraumanna og veruleika kommúnistaríkjanna í austri, lifði
meirihlutann af pólitískum starfstíma sínum á valdaskeiði Sjálfstæðisflokksins og
horfði upp á kapítalismann ryðja sér sífellt meira til rúms á efnahagssviðinu.
Hvernig í ósköpunum er hægt að búa til áhugaverða bók úr þessu efni?
Ekki er það gert með nærgöngulli pólitískri eða sálfræðilegri greiningu. Bók
Sólveigar Einarsdóttur fjallar ekki um erfiðar pólitískar ákvarðanir Einars
Olgeirssonar eins og þá að leiða Sósíalistaflokkinn inn í kosningasambandið
Alþýðubandalag 1956 í félagsskap með kratahópnum í kringum Hannibal
Valdimarsson og leyfa flokknum að lognast út af. Ekki er heldur rætt um áhrif
þess á líf og starf Einars þegar Sovétríkin bældu með hervaldi niður frels-
ishreyfinguna í Tékkóslóvakíu 1968 og tengsl íslenskra sósíalista við þau leyst-
ust nokkurn veginn upp í framhaldinu, ef ég man rétt. Sú togstreita, eða ein-
ing, sósíalisma og þjóðernishyggju sem einkenndi alla hugsun Einars sést
vissulega í bókinni en er ekki rædd eða greind, gagnrýnd eða metin.
Í gegnum alla bókina er stjórnmálaleiðtoginn Einar séður með augum
aðdáunarfullrar dóttur í bernsku og á unglingsárum sem lætur sér ekki detta
í hug að faðir hennar geti verið í vafa eða sé kannski að stíga pólitísk feilspor.
Aðeins skín í óáanægju Einars með þróun Sovétríkjanna að því leyti sem hægt
er að sýna hana frá þessu dótturlega sjónarhorni. Á bls. 356, til dæmis, er höf-
undur staddur í sumardvöl norður á Akureyri hjá Maríu móðursystur sinni og
Eiríki manni hennar. Þar segir: „Bölvaði Eiríkur síldarleysi hressilega eitt sum-
arið. Ég átti því ekki að venjast að heyra blótsyrði og nánast aldrei af vörum
föður míns. Helst var að hann tautaði: „Helvítis asnar eru þetta!“ Átti hann þá
oft við Rússann …“ Það væri djarft listbragð að freista þess að lýsa stjórnmála-
manninum með athugasemdum á borð við þessa, en í bókinni eru þær of
strjálar til þess að ná að segja aðra sögu en þá sem liggur á yfirborði. Víðast
birtir Sólveig undirhyggjulausa glæsimynd af föður sínum.
Þó kemur Einar ekki fram sem sérstaklega umhyggjusamur fjölskyldufaðir.
Hann kunni ekki að velja gjafir, segir dóttirin; í jólagjafir keypti hann alltaf
bækur handa börnunum og konfektkassa frá Freyju handa konu sinni (bls. 74).
Þegar dóttirin útskrifaðist með stúdentspróf fékk hún rauða rós frá föður
sínum, segir hún (bls. 426) og gerir enga athugasemd um það. Eftir fæðingu
Sólveigar tók hann að skrifa „ævibók“ hennar, en strax á fyrstu síðu fer bókin