Tímarit Máls og menningar - 01.09.2006, Blaðsíða 133
B ó k m e n n t i r
TMM 2006 · 3 133
Davíð A. Stefánsson
Manísk meta-krítík
Hermann Stefánsson: Stefnuljós. Bjartur 2005.
Ég geymdi það lengi að byrja á Hermanni Stefánssyni. Hef enda stundum þá
tilhneigingu algerlega ósjálfrátt að leiða hjá mér þá rithöfunda sem ég heyri
útundan mér að séu frábærir og allir eru að lesa (hið sama gildir um kvik-
myndir og hljómsveitir, sem hefur í gegnum tíðina orðið til þess að ég hef misst
af nokkrum stórkostlegum tónleikum, en það eru aðrar sögur og súr epli).
Sennilega er þessi árátta einhverskonar arfleifð frá því að hlusta á Public
Enemy sem öskruðu og röppuðu „Don’t believe the hype“ fyrir mörgum árum,
og voru einmitt á sama tíma sjálft hæpið og skilaboðin því ansi hæpin.
Svo hlaut auðvitað að koma að því að varnir brystu og smásagnasafn Her-
manns, Níu þjófalyklar (2004) var tekið í einni striklotu og rakleiðis þar á eftir
greinasafnið Sjónhverfingar: fjarvistarsannanir fyrir íslenskan veruleika (2003).
Og það reyndist auðvitað satt sem mig grunaði allan tímann og hinir ýmsu
kunningjar höfðu reynt að ota að mér – Hermann Stefánsson er leiftrandi klár
rithöfundur og mér mjög að skapi.
Hér þarf aðeins að sérmerkja og undirstinga – það er ekki af því að hann er
svo rækilega póstmódernískur/póststrúktúralískur í nálgun sinni á texta, frá-
sögn og viðfangsefni. Og þá meina ég rækilega – allir þeir textar sem ég hef
lesið eftir hann eru afbyggðari en Tvíburaturnarnir, seinnipart dags 11. sept-
ember 2001. Nei, það er út af skopskyninu, fyrst og fremst, sem Hermann Stef-
ánsson er mér að skapi. Maður, semsagt, hlær dátt. Upphátt og reglulega.
Þegar nýjasta textaafurð Hermanns, Stefnuljós, kom út um jólin 2005 hafði
ég enn varann á: dómar voru almennt lofsamlegir, þótt gagnrýnendur ættu
nokkuð erfitt með að kreista verkið í gegnum venjulegar síur bókmenntamats-
ins. Enda stillir bókin sér á margan hátt beinlínis gegn bókmenntalegum
greiningum og kippir fótum jafnóðum undan hinu dæmigerða auga gagnrýn-
andans – Stefnuljós er óþéttur kóngulóarvefur, spunninn úr orðagjálfri, hálf-
orðuðum og ókláruðum hugmyndum. Það er eiginlega jafn erfitt að standa í
textanum traustum fótum og að standa á stórri sápukúlu. Reynum samt.
Það sem fyrst einkennir Stefnuljós eru mörg frásagnarsvið sem skarast ört
og gerir að verkum að erfitt er að henda reiður á heildarmyndinni. Frásögnin
er mestan part í höndunum á Guðjóni Ólafssyni, rithöfundi sem rembist eins
og rjúpan við staurinn að skrifa dystópíska vísindaskáldsögu sína í Reykjavík
„eftir hrun siðmenningarinnar“ þar sem sjálfsfróun er æðst gilda og allt sem er
sjálf/meta-eitthvað trónir ofar öðru:
Fjölmiðlarnir tengjast til dæmis ekki lengur veruleikanum heldur snúast bara um
sjálfa sig. Þeir fjalla um hlutverk fjölmiðla, þáttastjórnendur taka viðtöl við hver