Tímarit Máls og menningar - 01.09.2006, Side 137
B ó k m e n n t i r
TMM 2006 · 3 137
Þorsteinn frá Hamri
Viðauki vegna Sigrúnarljóðs
Jóhanns Jónssonar
Skömmu eftir að Sigrúnarljóð Jóhanns Jónssonar birtist í síðasta hefti Tíma-
ritsins ásamt stuttum eftirmála mínum, kom að máli við mig Sigrún Skúla-
dóttir húsfreyja í Hafnarfirði, f. 1936. Foreldrar hennar voru Skúli Frímann
Sveinsson sjómaður (d. 1936) og kona hans, Jenný Sigrún Ágústa Guðmunds-
dóttir (d. 2000), sú er lengst geymdi kvæðið sem gjöf frá skáldinu. Sigrún
Skúladóttir kannast mætavel við ljóðið og tildrög þess. Auk þess að leggja ljóð-
inu til nokkurn orðamun, samkvæmt því sem hún veit réttast úr fórum móður
sinnar, fræddi hún mig um ýmislegt til fyllingar og áherzlu því sem drepið var
á í greinargerð minni. Okkur þykir hæfa að halda því til skila hér ásamt öðrum
fróðleik sem æviskrár og fleiri ritheimildir votta.
Foreldrar Jennýjar Sigrúnar voru Guðmundur Pétursson bóndi í Syðri-
Hofdölum í Skagafirði og kona hans Ingibjörg Sigurðardóttir frá Efstabæ í
Skorradal í Borgarfirði. Auk Jennýjar áttu þau hjón soninn Sigurð, síðar húsa-
meistara. Guðmundur bóndi lézt árið 1900; þá var Sigurður fimmtán ára gam-
all, en Jenný barn á fyrsta ári. Ingibjörg húsfreyja hélt áfram búskap í Syðri-
Hofdölum til 1908. Hún fluttist þá til Reykjavíkur ásamt börnum sínum, en
átti þó jörðina áfram næstu ár og hélt þar ráðsmann. Sigurður Guðmundsson
hafði tekið gagnfræðapróf 1907 og lagði stund á kennslu í bænum, en árið 1913
fluttist fjölskyldan til Hafnarfjarðar og var þar búsett að Lækjargötu 13 um
eins árs skeið. Sigurður hafði tekið að sér kennslu í Flensborg, en Jenný Sigrún,
systir hans, settist í skólann. Vildi þá svo til að meðal sambekkinga hennar var
Jóhann skáld Jónsson, í því skyni að nema til gagnfræðaprófs, en það próf tók
hann þó ekki fyrr en í Akureyrarskóla 1917. Í Flensborg tókst náin vinátta með
þessu unga fólki; gerðist Jóhanni tíðförult heim til systkinanna og móður
þeirra, og fljótlega upp úr þessu sýnist mega ætla Sigrúnarljóðinu stað og
stund.
Að ári liðnu fluttist fjölskyldan að nýju til Reykjavíkur og settist þá að á
Hverfisgötu 93. Húsið hét Bartelshús og var í eigu Árna Sveinssonar kaup-
manns frá Ísafirði, sem þá var nýkominn til bæjarins að vestan. Sigurður Guð-
mundsson hefur naumast haft þar langa dvöl, því hann sigldi utan til náms
1915.
Jóhann Jónsson rækti áfram tryggðir og vinfengi við Ingibjörgu frá Hofdöl-
um og börn hennar, og veturinn 1914–’15 var hann tíður gestur í Bartelshúsi.
Einhverju sinni þann vetur gekk skáldið inn í húsið, kom að Ingibjörgu hús-
freyju sofandi og vildi forðast að vekja hana; skrifaði hann þá á blað, sem enn
er varðveitt, svohljóðandi kveðju og lagði á sæng hennar: