Tímarit Máls og menningar - 01.09.2006, Síða 138
B ó k m e n n t i r
138 TMM 2006 · 3
Sofðu, sofðu ljúft og lengi
– ljóðum værum bæri eg strengi.
Sofðu, sofðu – sætt og rótt
signi þig í draumi hljótt
englar guðs míns –
Góða nótt –.
Þinn
Jóh. Jónsson
Samkvæmt því er að framan greinir virðist einkar sennilega ályktað að Sigrún-
arljóðið sé ort 1914–’15. Að sögn Sigrúnar Skúladóttur fór Jenný Sigrún, móðir
hennar, oft með ljóðið í hennar áheyrn og fór í enga launkofa með það að man-
söngur þessi hefði verið sér ætlaður. Hinsvegar hefði sér þá, fimmtán eða sex-
tán ára unglingnum, naumast verið fyllilega ljóst hvað þarna var á seyði.
Í Angantý, litla rauða kverinu sem Elín Thorarensen gaf út 1946, greinir hún
frá nánum kynnum sínum og Jóhanns Jónssonar frá sumri 1915 til hausts 1916,
er hann hélt til gagnfræðanáms í Akureyrarskóla. Þar segir að um þessar
mundir hafi Jóhann verið til húsa að Kárastíg 11 í Reykjavík.
Heimsóknir Jóhanns í Bartelshús urðu honum að því leyti örlagavaldur að
þar kynntist hann tilvonandi eiginkonu sinni, Nikólínu Henríettu, dóttur hús-
eigandans, Árna kaupmanns Sveinssonar. Þau giftust 1921 og héldu sama ár til
Þýzkalands, en varð skammra samvista auðið.
Mörg bréf fóru milli Jóhanns Jónssonar og Sigurðar Guðmundssonar. Bréf
Sigurðar munu glötuð, en bréf Jóhanns, þar sem meðal annars er að finna
handrit að nokkrum ljóða hans, hafði Sigrún Skúladóttir í sinni vörzlu; allt það
efni hefur hún afhent Landsbókasafni.
Ingibjörg Sigurðardóttir frá Hofdölum lézt árið 1947. Sigurður húsameistari,
sonur hennar, lézt árið 1958, en Jenný Sigrún lifði á aðra öld og lézt, sem fyrr
er sagt, árið 2000.
Eins og fyrr er greint víkur orðalag ljóðsins, samkvæmt Sigrúnu Skúladóttur, í
nokkrum atriðum frá því sem Hugrúnu Gunnarsdóttur heyrðist af vörum
Jennýjar og prentað var í síðasta hefti Tímaritsins. Mér virðist orðalag það, er
Sigrún hefur, víðast rökréttara og hæfa verkinu betur, enda telur hún engan
vafa leika á að þannig hafi ljóðið verið frá hendi Jóhanns. Um er að ræða lítil
frávik í fimm ljóðlínum:
Fyrsta erindi, 6. l.: því fjöregg mitt var fólgið hjarta þínu (í á eftir fólgið
sleppt).
Annað erindi, 2. l.: er ljósið sem húminu frá augum mér svipti (mér í stað
mínum).
Annað erindi, 3. l.: er þráin sem að bar mig upp í söngsins sólarhallir (söngs
ins í stað söngs míns).