Tímarit Máls og menningar - 01.09.2006, Page 141
U m r æ ð u r
TMM 2006 · 3 141
Sumir munu segja, jafnvel innan fjölskyldu minnar, að stafsetning Kiljans
og sögurnar séu óaðskiljanlegar. Sú breyting, sem ég sting upp á, sé allt of
róttæk og næstun til vansa. Ég svara því til, að mér þykir lítið leggjast fyrir
kappann, ef texti og persónur halda ekki lífi þótt gamall stafsetningarbrandari
sé þurrkaður út.
Séð og heyrt í TMM
Svar Jónínu Óskarsdóttur við hugrenningum
Sigþrúðar Gunnarsdóttur
Í síðasta tölublaði Tímarits Máls og menningar birtist sérkennilega harðorð
vandlæting Sigþrúðar Gunnarsdóttur á grein minni „Svona eða hinsegin H.C.
Andersen?“ í tímaritinu Jóni á Bægisá (9/2005).
Ekki er hægt að kalla grein hennar gagnrýni því hún fjallar ekki efnislega
um grein mína heldur gætir einhvers konar pirrings vegna þess að ég fjalla ekki
um nýja útgáfu Eddu/Vöku-Helgafells frá 2004 á ævintýrum H.C. Andersen.
Sigþrúður talar um annarlegan ásetning, hroðvirkni og að ég rugli saman
mismunandi frumtextum H.C. Andersen.
Í fyrrnefndri grein minni fjalla ég um íslenskar þýðingar á ævintýrum H.C.
Andersen. Ég tek sérstaklega fyrir þær þýðingar sem hafa verið hvað mest áber-
andi á undanförnum árum og gagnrýni þar aðallega útgáfu Vöku–Helgafells,
Ævintýri H.C. Andersen, sem kom út 1998 og var endurútgefin árið 2000. Þetta
er hollensk útgáfa þýdd úr ensku af Sigrúnu Árnadóttur. Kynningartexti á
kápu bókarinnar er á þessa leið: „Ævintýri H.C. Andersen þarf að gefa út fyrir
hverja nýja kynslóð lesenda og birtast þessar gersemar nú í búningi sem hæfir
nútímabörnum á öllum aldri“.
Texti ævintýranna birtist í þessari útgáfu mikið afbakaður frá hinum upp-
runalega en þess er hvergi getið og hann alfarið eignaður H.C. Andersen.
Gagnrýni mín beinist á engan hátt að Sigrúnu sem þýðanda, eins og Sig-
þrúður gefur í skyn, og tek ég reyndar sérstaklega fram í greininni að afbökun
textans sé ekki verk Sigrúnar.
1.
Fyrst ætla ég að ræða meintan annarlegan ásetning minn.
Sigþrúði finnst að ég hefði átt að fjalla um nýja þýðingu Sigrúnar Árna-
dóttur í grein minni og telur annarlegan ásetning liggja að baki þess að ég
sleppi því.
Meintar annarlegar hvatir mínar gætu eflaust orðið meira spennandi