Tímarit Máls og menningar - 01.09.2006, Blaðsíða 143
U m r æ ð u r
TMM 2006 · 3 143
3.
Um hroðvirkni mína gæti Sigþrúður aftur á móti haft eitthvað til síns máls.
Sjálfsagt hefði verið að nefna nýja þýðingu Sigrúnar í greininni þó ég sleppti
gagnrýni á hana af fyrrnefndri ástæðu.
Þessa málsvörn á ég þó: ég var beðin um að skera aftan af grein minni þar
sem ég hampa því sem vel var gert í tilefni 200 ára afmælisins.
Í niðurskurðinum nefndi ég m.a. frábæra sýningu Þjóðleikhússins á leikrit-
inu Klaufar og kóngsdætur eftir þá Ármann Guðmundsson, Sævar Sigurgeirs-
son og Þorgeir Tryggvason og þar var einnig nýrrar þýðingar Sigrúnar getið.
Lokaorð þess óbirta kafla voru: „Veisla hjá lesendum H.C. Andersen heldur svo
sannarlega áfram inn í tuttugustu og fyrstu öldina.“
Það var náttúrulega óþarfa hroðvirkni af undirritaðri að skjóta ekki nýrri
þýðingu Vöku-Helgafells inn í textann sem eftir stóð … ég viðurkenni það.
Greinina mína má finna á www.ormstunga.is . Að lokum vil ég hvetja les-
endur til að kynna sér sjálfir þetta hefti Jóns á Bægisá sem er tileinkað H.C.
Andersen og er fullt af skemmtilegum greinum og þýðingum.
Örstutt um frumtexta
Sú skilgreining Jónínu Óskarsdóttur í grein hennar hér að framan að frumtexti
þýðinga á ævintýrum H.C. Andersens sé einungis sá texti sem skáldið gekk
sjálft frá á þarsíðustu öld er auðvitað mikil einföldun. Texti Hans Christians er
upprunaleg gerð ævintýranna sem síðan hefur orðið uppspretta að fjölmörg-
um textum, rituðum, leiknum, sungnum eða túlkuðum með öðrum hætti.
Slíkar endurskapanir klassísks texta eru misvel gerðar og um hverja og eina má
deila en það breytir ekki þeirri staðreynd að um leið og nýr texti hefur orðið til
á hann sér þaðan í frá sjálfstætt líf. Þessa „nýju“ frumtexta er til dæmis hægt að
þýða á milli tungumála eða listforma án tillits til þess texta sem upprunalega
lá til grundvallar. Ógrynni sígildra texta hafa verið endurskapaðir með þessum
hætti, eins og allir þekkja. Ég kynntist til að mynda Mackbeth Shakespeares
fyrst í 20 blaðsíðna endursögn sem eitthvert virt enskt bókaforlag sendi frá sér
til að einfalda börnum og útlendingum að kynna sér þetta meistaraverk enskr-
ar tungu. Ansi hlýtur þar að hafa vantað af snilld Shakespeares, en hefði ein-
hverjum dottið í hug að búa til íslenska gerð af nákvæmlega þessari útgáfu
leikritsins væri hún engu að síður frumtexti þeirrar þýðingar en ekki uppruna-
legur texti leikritsins.
Jón Karl Helgason hefur manna best sýnt fram á þetta með rannsóknum
sínum. Í bók sinni um margvíslegar gerðir Njáls sögu, Höfundar Njálu, segir