Tímarit Máls og menningar - 01.09.2006, Síða 144
U m r æ ð u r
144 TMM 2006 · 3
hann: „Í stað þess að líta á Njálu sem eitt afmarkað verk kýs ég að nálgast hana
sem víðfeðma og lifandi menningarhefð, safn margvíslegra texta, táknmynda
og hugmynda sem kvíslast frá óljósri uppsprettu um ólík tímaskeið og menn-
ingarsvæði. Hundruð einstaklinga hafa mótað þessa hefð, miðlað frásögninni,
skilgreint merkingu hennar, skerpt sögupersónurnar. Í þessum hópi eru fræði-
menn, þýðendur og ljóðskáld, höfundar barnabóka, leikrita, ferðabóka og
skáldsagna, meira að segja myndlistarmenn og tónskáld“ (bls. 9). Sem dæmi
nefnir hann meðal annars barnabókina Heroes of Iceland þar sem Bandaríkja-
maðurinn Allen French endursegir Njálu fyrir börn með hliðsjón af enskri
þýðingu Georges Webbe Dasent. French hafði aldrei lesið Njálu í íslenskri
útgáfu, hvað þá grúskað í ólíkum handritum hennar, en ritaði engu að síður
eftir henni sjálfstætt listaverk (bls. 33). Svipuð dæmi mætti taka um fjölmarga
sígilda texta, hvort sem þeir eru verk nafngreinds höfundar eða ekki, enda full-
yrðir Jón Karl að „þótt það kunni að hljóma eins og mótsögn [sé] ein forsenda
þess að tiltekin bókmenntaverk teljist sígild sú að þau séu í stöðugri endursköp-
un, löguð að nýjum tímum, lesendum og miðlum. Fæst þessara verka þekkjum
við í upprunalegri mynd heldur berast þau til okkar sem margfaldar endurrit-
anir“ (bls. 10).
Myndskreytta hollenska útgáfan af ævintýrum H.C. Andersens sem Jónína
gagnrýndi í grein sinni í Jóni á Bægisá og leiksýningin Klaufar og kóngsdætur
sem Jónína hrósar í grein sinni hér að framan eru þannig greinar af sama
meiði, tveir nýir frumtextar sem eiga rætur í ævintýrum H.C. Andersens, og
það að annar þyki góður en ekki hinn breytir engu þar um. Hver og einn getur
lagt sínar fagurfræðilegu mælistikur á hollensku endurritunina en þó má ljóst
vera að þau frávik frá upprunalegum texta H.C. Andersens sem koma fyrir í
henni eru ekkert óviljaverk heldur meðvituð ákvörðun þeirra sem að útgáfunni
komu. Þess vegna verður sá sem tekur að sér að þýða þessa útgáfu ævintýranna
á íslensku að fylgja þeim frumtexta sem liggur til grundvallar, burtséð frá þeim
texta sem gat af sér endursögnina. Enda veit þýðandinn ekkert um þær króka-
leiðir sem textinn hefur farið frá fyrstu þekktu gerð hans til þeirrar sem hann
er með í höndunum og hefur ekki nokkrar forsendur til að leggja mat á það,
hvað þá að breyta textanum sem honum er falið að þýða. Sá sem heldur öðru
fram kastar um leið rýrð á vandvirkan þýðanda.
Sigþrúður Gunnarsdóttir