Tímarit Máls og menningar - 01.11.2006, Blaðsíða 10
D a g n ý K r i s t j á n s d ó t t i r
10 TMM 2006 · 4
inn Maria Nikolajeva12 talar um
kyrrstæðar (statískar) persónur
annars vegar en persónur sem þró-
ast hins vegar (dýnamískar). Kyrr-
stæðar persónur standa oftast fyrir
ákveðna eiginleika, eru staðal-
manngerðir sem þróast ekki en
geta stökkbreyst úr einni mann-
gerð yfir í aðra. Í Latabæjarbók-
unum eru öll börnin fulltrúar
ákveðinna eiginleika sem birtast í
viðurnefnum þeirra (sæti, níski,
stirði, hrekkjusvín, fínn, smart,
óþekkur, hikandi o.s.frv.) Yfirleitt
breytast viðurnefnin ekki þó per-
sónurnar láti af löstum sínum en
undantekning er Halli hrekkjusvín sem kallaður er Halli eftir að hann
hættir að ofsækja hin börnin.
Það er engin aðalpersóna í hópi barnanna í Latabæjarbókunum. Eitt
af einkennum barnabóka er að þar leikur hópur barna oft hlutverk aðal-
persónu þar sem hvert barn hefur sterka eiginleika og barnið sem les,
eða lesið er fyrir, getur samsamað sig persónunum til skiptis eða jafnvel
þeim öllum sem eins konar hóppersónu.13 Barnahópurinn í Latabæ
verður ekki hóppersóna af því að börnin stíga aldrei fram sem raunveru-
legar persónur og við sjáum þau sjaldan í samskiptum innbyrðis en oft
í samskiptum við íþróttaálfinn sem er tvímælalaust aðalpersóna bók-
anna.
Í barnabókum leika foreldrar yfirleitt stór hlutverk hvort sem þeir eru
nær- eða fjarverandi. Maria Nikolajeva segir að í stráka- og ævintýra-
bókum séu foreldrarnir yfirleitt hindrun í vegi ævintýranna en í hefð-
bundnum stelpubókum séu foreldrarnir oftast fyrirmyndir sem aðal-
persónurnar líti upp til.14 Það er afar athyglisvert að foreldrar barnanna
í Latabæ eru fjarverandi. Börnin virðast búa ein. Undantekning frá því
er Goggi sem fer heim úr æfingabúðunum í annarri bókinni til að hjálpa
foreldrum sínum og fær fyrir það hrós íþróttaálfsins sem segir: „Þó að
íþróttir séu mikilvægar er fátt mikilvægara en að aðstoða foreldra sína.
Þetta sýnir að Goggi er heill og góður strákur og til mikillar fyrirmynd-
ar.“ (II, 75)
Kyn persóna skiptir yfirleitt miklu máli í barna- og unglingabókum
en ekki í Latabæjarbókunum, þar eru strákarnir í forgrunni og stelp-
Íþróttaálfurinn í upphafi. Teikning:
Halldór Baldursson.