Tímarit Máls og menningar - 01.11.2006, Blaðsíða 31
Væ n g i r h u g a n s
TMM 2006 · 4 31
felst ákveðin írónía í þessari framsetningu því börn kunna að taka orð
Asks bókstaflega en myndin gefur fullorðnum til kynna að það búi e.t.v.
eitthvað annað að baki hugmyndum Asks um íbúann í kjallaranum.
Enda kemur síðar í ljós að maðurinn í kjallaraíbúðinni heitir Úlfur og
hann er hrifinn af mömmu Asks, Aski til mikillar armæðu.
Tvíræðnin liggur bæði á sviði textans og myndanna því síðar í bók-
inni kemur í ljós að faðir Asks heitir Pétur, í stigaganginum býr veiði-
maður og í næsta nágrenni býr amma sem Askur telur vera í hættu.
Svona er leikið með Rauðhettuminnið í gegnum bókina bæði í texta og
myndum og vísanir í norræna goðafræði fléttast saman við það á
skemmtilegan hátt. Til vinstri á opnunni er röð skópara er leiðir okkur,
eins og eftir stíg, inní ævintýrið í átt til úlfsins.
Á næstu opnu, „Engill í húsinu“, kveður við allt annan tón. Hvít-
klæddur, vinalegur engill stígur léttfættur inná bleika síðuna með
ökklaband og hörpulaga tösku. Auga engilsins minnir þó á auga varúlfs-
ins á blaðsíðunni á undan og á næstu opnu birtist einmitt nokkurskon-
ar samruni engils, manns og úlfs.
„Geta varúlfar breytt sér í engla?“ (mynd 2)
Myndirnar sýna lesandanum gjarnan inní hugarheim Asks. Sagan
„Geta varúlfar breytt sér í engla?“ er gott dæmi um það. Bakgrunnslit-
urinn er grá-græn-gulur og gefur ekki skýr skilaboð um stöðu mála.
Úlfmaðurinn krýpur, gráklæddur í skugga neðst til vinstri. Á baki hans
eru risavaxnir hvítir vængir. Andstæðurnar eru afgerandi og end-
urspegla óöryggi Asks. Ljós og skuggi, engill og úlfur. „Það stendur ekk-
ert um að varúlfar geti breytt sér í engil, bara að hann sé stundum
maður og stundum úlfur. Hver er þá þessi engill?“ Hugsanir Asks eru
myndgerðar og maður, úlfur og engill renna saman í eitt.
Ótti Asks verður augljós í kaf lanum „Kolkrabbar“ þar sem hann
ímyndar sér að það séu skrímsli í sundlauginni. Hann svamlar með
höfuðið uppúr efst á síðunni til hægri og heldur sér í líf línu með
rauðum f lotholtum. Hann er kominn útí djúpu laugina er líkist haf-
inu með öllum sínum hættum, reynir af öllum mætti að halda sér á
f loti og er hræddur við það óvænta sem bíður hans. Kvíði hans er
okkur ljós því skrímslin í huga hans eru ótalmörg og lítt árennileg.
Myndin vísar útfyrir örsöguna og gefur okkur innsýn í almenna
líðan Asks.
En það er einnig húmor í myndinni því sum sundlaugarskrímslin eru
fyndin á svipinn. Fullorðnir geta upplifað þessa opnu öðruvísi en börn.