Tímarit Máls og menningar - 01.11.2006, Blaðsíða 101
TMM 2006 · 4 101
My n d l i s t
Halldór Björn Runólfsson
Listin á tímum skynfræðilegra samskipta
Staða innlendrar myndlistar virðist allsterk um þessar mundir og munar þar
mestu um vaxandi sjálfstraust meðal ungra listamanna, sem hika ekki við að
demba sér út í djúpu laugina, stundum með litlum eða engum fyrirvara. Þráin
eftir samruna lífs og listar hefur sjaldan verið jafnáleitin og þar skiptir miklu
máli félagsleg afstaða þeirra sem fást við listsköpun af einhverju tagi. Lista-
menn, sem svo oft hafa verið einir og einangraðir við iðju sína, virðast hafa
tekið það upp eftir tónlistarmönnum og öðrum flytjendum sviðslistar að halda
hópinn með það fyrir augum að styðja og styrkja sameiginlegar aðgerðir. Hvað
þetta varðar mætti halda að myndlistarmenn hefðu orðið fyrir varanlegum
áhrifum af túlkandi listum. Er hægt að hugsa sér það betra?
Við lifum á tímum skynfræðilegra samskipta, sem franski listfræðingurinn
Nicolas Bourriaud kallar esthétique relationelle eða relational aesthetics.
Bourriaud tengir þessa þróun við postmódernismann og telur hana áframhald
afbyggingar hugmyndakerfanna á hnignunarskeiði stóra sannleikans. Rökræn
framvinda nútímans í upphafi síðustu aldar hneig öll í átt til ofurskipulags
mannlegrar tilveru á kostnað frjálsborinnar og náttúrulegrar hvatvísi. Að mati
Bourriauds er það óyggjandi styrkur listrænnar starfsemi að hún lætur sér ekki
segjast heldur andæfir með sköpunarmætti sínum einstefnu einhæfrar sam-
þættingar á borð við alheimsvæðingu og hagræðingu tíma, rýmis og markaðar
til aukinnar fábreytni.1
Þetta gerist ekki lengur með stóryrtum yfirlýsingum líkt og í árdaga mód-
ernismans því enginn er lengur svo barnalegur að trúa því að draumalandið
liggi handan við hornið. Það er jafnframt spurning hvort til sé eitt tiltekið
draumaland, sem falli að hugmyndum okkar allra um paradís. Varla burðumst
við enn með væntingar forfeðra okkar um allsnægtalandið þar sem smjör
drýpur af hverju strái? Bourriaud hafnar því með öðrum orðum að list sam-
tímans sé minni meininga en nútímalistin í tíð stóru hugmyndakerfanna.
Hann telur samskiptalist samtímans einmitt stríða gegn vélvæðingu þeirri sem
upphefur mannlegt samneyti í nafni hagræðingar. Sem dæmi tekur hann
hraðbankann, vélina sem telur ofan í okkur peninga gegn greiðslukorti og
tölvurödd símans, sem vekur okkur með því að þylja blæbrigðalaust hvað tím-
anum líður.
Listin vinnur gegn þessari ómanneskjulegu atlögu vélvæðingarinnar við