Tímarit Máls og menningar - 01.11.2006, Blaðsíða 58
A n a M a r í a M a t u t e
58 TMM 2006 · 4
ráku þau einu verslunina í þorpinu. Hús þeirra, stórt og reisulegt
og umlukt jurtagarðinum, var í útjaðri þorpsins. Þau lifðu við alls-
nægtir og Antonio var álitinn efnamaður í þorpinu. „Efnamaður“,
hugsaði Mariana óróleg. Allt frá komu þessa andstyggilega flæk-
ings hafði hún verið föl og þróttlaus. „Væri Antonio ekki ríkur,
hefði ég þá gifst honum?“ Nei. En það var ekki erfitt að skilja hvers
vegna hún hafði gifst þessum harðneskjulega manni sem var fjór-
tán árum eldri en hún. Hann var einförull, stirðlyndur og hvefsinn
en hún, hún var falleg. Já, allir í þorpinu vissu það og töluðu um
að hún væri falleg. Einnig Constantino sem felldi hug til hennar.
En hann var bara leiguliði eins og hún. Og hún hafði fengið sig
fullsadda á ógæfu, hungri og vinnuþrælkun. Já, hún var búin að fá
nóg, þess vegna giftist hún Antonio.
Einkennilegur skjálfti greip Mariönu. Nú voru liðnir nærri
fimmtán dagar frá því að flækingurinn birtist í dyrunum. Hann át
og svaf, svo sat hann blygðunarlaus í sólskininu við garðshliðið og
tíndi af sér flærnar. Fyrsta daginn spurði Antonio:
– Hvað er hann að gera hér?
– Ég kenndi í brjósti um hann, sagði hún, og vafði kögrinu á
sjalinu um fingur sér. – Hann er svo gamall … og veðrið svo vont …
En Antonio hafði ekki sagt meira. Og hún sem hélt að hann
myndi reka gamla manninn á dyr. Það greip hana ótti og hún flýtti
sér upp á loft. Já, raunar var hún skelfingu lostin … „Hafði gamli
maðurinn séð Constantino klifra upp í hnotutréð við gluggann?
Hafði hann séð hann stökkva inn í herbergið kvöldin þegar Ant-
onio fór með vagninum til …? Hvað gat hann átt við annað en það
þegar hann sagði ég sá það allt, já, ég sá það með eigin augum?“
Hún þoldi þetta ekki lengur. Nei, hún gat ekki afborið þetta
lengur. Gamli maðurinn lét sér ekki nægja að búa í húsinu, hann
bað líka um peninga. Já, hann var meira að segja farinn að biðja
um peninga. En það undarlega var að Antonio minntist ekki oftar
á hann. Hann lést ekki sjá hann, en öðru hverju leit hann til henn-
ar og Mariana fann hvernig hvasst tillit stórra svargljáandi augna
hans hvíldi á henni. Hún var farin að skjálfa.
Sama dag fór Antonio til Palomar. Hann var að ljúka við að
binda múldýrin fyrir vagninn og hún heyrði hvernig rödd vinnu-
mannsins, sem var að hjálpa til, rann saman við rödd Salome.