Tímarit Máls og menningar - 01.05.2007, Blaðsíða 24
S i g u r ð u r I n g ó l f s s o n
24 TMM 2007 · 2
VI
Þú elskar í einni svipan angan blóma, innilegan faðm, gælur,
klór, lykt, leynda staði líkamans, liti, hljóð, form, hluti, umbúðir
og innviði, tilraunir til kímni, ljót orð, falleg orð, drauma í lit,
svarthvíta tóna, hljóðfærin í umhverfinu, tónana sem koma úr
öllu því sem þú sérð, sýruna í rabbarbaranum, hundasúrurnar og
krækiberin, svitalyktina af vissu fólki, jafnvel táfýluna af öðrum,
reykingarlyktina sem fylgir faðmlagi og einlægni, kossa í laumi,
tryllingsleg ástaratlot, fögnuðinn sem fylgir því að hittast, minn
ingarnar sem stundum leita á þig, ilm af einhverju sem þú veist
ekki einu sinni hvað er. Þú elskar dögunina, kvöldið, rigninguna
og þokuna, það sem fer í taugarnar á þér án þess að þú getir
með nokkru góðu móti sagt hvers vegna en segir þér að þú sért
til. Allt þetta elskar þú, hugsanlega án einhverrar nauðsynlega
trylltrar gleði.
En þú hatar aldrei neitt.
Vegna þess að það er svo meinlega mennskt!
VII
Án undanfara
læðist draumur yfir mörkin.
Ég er ekki neitt.
Það er eins og hljóðni
hugur manns
þegar dögun vaknar
sem vissi ekki af sjálfri sér.
Fyrr en þú.