Tímarit Máls og menningar - 01.05.2007, Blaðsíða 67
H v e r s v e g n a k v e i ð s é r a B j ö r n …
TMM 2007 · 2 67
svip sem kemur glöggt fram á ljósmyndum. Ekki hefur hann verið
nauðbeygður til að ganga að eiga Sigríði þótt hann ætti barn með henni.
Á þessum tíma hefur það varla verið prestum mikill tálmi á embættis
braut, eða þótt mikill persónulegur löstur, þótt þeir hefðu átt börn með
öðrum konum en eiginkonum sínum ef þau voru getin fyrir hjónaband.
Það átti til dæmis við um fyrirrennara Björns, séra Gunnar Gunnarsson
í Laufási, og barnið var einmitt stjúpmóðir Björns, Þóra Gunnarsdóttir.
Nei, Björn hefur ekki viljað ganga í hjónaband við konu en kannski talið
það nauðsynlegt fyrir mann sem vildi gerast meiri háttar prestur á stóru
prestsetri. Kannski taldi hann líka nauðsynlegt að reka af sér orðróm
um áhugaleysi á konum til þess að hann gæti látið taka sig alvarlega sem
prest.
Þá liggur auðvitað beint við að túlka bréf Björns, og hjónabandsvanda
hans yfirleitt: hann hlýtur að hafa verið samkynhneigður á svo eindreg
inn hátt að hann þjáðist í kynferðislegu sambandi við konu. Ef grannt er
lesið má líka finna staðfestingu þess í ummælum Arnórs Sigurjónssonar
sem áður er vitnað til um „harm“ séra Björns: „annars voru hugmyndir
manna um það flestar rangar, en þannig allar, að hann galt þeirra ekki.“
Ástæða er til að taka eftir að aðeins flestar hugmyndirnar voru rangar,
en allar þannig að hann galt þeirra ekki. Röngu hugmyndirnar geta sem
best verið sagan um norsku listakonuna Svövu, en það eru réttu hug
myndirnar sem Arnór á við að Björn hafi ekki goldið. Og hver getur
verið harmur manns sem var jafnframt talinn slíkur löstur að taka þarf
fram að fólk hafi ekki látið hann gjalda þess? Nærri lagi er að giska á
samkynhneigð.
Nú segir séra Björn að vísu hvergi að ljóðið Sumarnótt tengist þeim
vanda sem hann lýsir í bréfinu til Þorláks á Stórutjörnum. En það er eini
hlekkurinn sem við verðum að smíða úr munnmælum einum, og það
finnst mér ekki erfitt. Þá erum við komin að þeirri niðurstöðu að Sumar
nótt sé harmljóð manns sem umhverfið neyðir til að kúga kynhneigð
sína. Mér finnst ljóðið vaxa við þá vitneskju. Auk þess má hugsa sér að
það geti hjálpað örlítið til að vinna samkynhneigðu fólki þegnrétt í
hugum fólks í samfélagi okkar, til dæmis ef það kemst inn í sýnisbækur
skóla með viðeigandi skýringum. Allir samfélagshópar njóta góðs af því
að öðlast rætur í sögu og menningu.
*
Þá er grein minni eiginlega lokið, en af henni leiðir tvær litlar athuga
semdir. Önnur er þessi: Bolli Gústavsson giskaði á að Björn Halldórsson
hefði siglt til Kaupmannahafnar haustið 1850 til að leita sér lækninga.