Tímarit Máls og menningar - 01.05.2007, Blaðsíða 63
H v e r s v e g n a k v e i ð s é r a B j ö r n …
TMM 2007 · 2 63
1848, og lauk guðfræðiprófi þaðan 1850. Eftir það sigldi hann til Kaup
mannahafnar og dvaldist þar veturinn 1850–51 án þess að innritast í
Háskólann, svo að séð verði, og liggur ekki ljóst fyrir hvað hann hafði
fyrir stafni þar. Séra Bolli giskar á að hann kunni einkum að hafa verið
að leita sér lækninga, og hefur sjálfsagt í huga alþekkt þunglyndi Björns.
Veturinn 1851–52 var hann síðan heimiliskennari í Laufási, en árið 1852
vígðist hann þangað sem aðstoðarprestur séra Gunnars Gunnarssonar,
föður stjúpmóður sinnar. Árið eftir fékk hann prestakallið eftir Gunnar
og hélt til æviloka, 1882. En sumarið 1852 gekk Björn að eiga Sigríði Ein
arsdóttur, og voru þau vígð saman 7. júlí í Sauðaneskirkju á Langanesi,
þar sem Sigríður var þá til heimilis.10
*
Víkur nú sögunni aftur að hjónabandshörmum séra Björns. Bolli Gúst
avsson segir svo frá:11
Og þá erum við enn komin að þeim harmi, sem fólk vissi, að séra Björn bjó yfir
og því þótti ærið leyndardómsfullur. Kunnu ýmsir að segja, að hann mundi
hafa kvænst nauðugur. … Þá er rétt að víkja að þeim sterka orðrómi, að á þessu
tímabili, sem hann var í Prestaskólanum, og jafnvel veturinn í Kaupmannahöfn,
hafi hann verið trúlofaður annarri stúlku, sem hann elskaði mjög heitt, og slit
þess ástarsambands lagst með ofurþunga á huga hans og verið ein helsta orsök
þunglyndiskasta hans. Hefur séra Halldór Gunnarsson í Holti undir Eyjafjöll
um, sem er í fjórða lið út af séra Birni og Sigríði, tjáð mér, að meðal afkomenda
þeirra sé þessi saga sögð á þann veg, að sambúð þeirra Laufáshjóna hafi verið
stirð framan af vegna þessa ástarharms séra Björns. Og ljóðið Sumarnótt …
hafi hann jafnvel ort á brúðkaupsnóttina, sem er honum þá þögulust nótt allra
nótta.
Nokkru síðar kemur séra Bolli aftur að tilefni Sumarnætur og hefur
sögu um það eftir aldurhniginni konu í Höfðahverfi, sem hún heyrði
sagða vestur í Hjaltadal. Með því er gefið í skyn að sagan sé komin frá
Þóru Gunnarsdóttur því að hún átti heima á Hólum í Hjaltadal á efri
árum, eins og þekkt er úr Rauðamyrkri Hannesar Péturssonar.12 En
sagan er þannig að í Kaupmannahöfn hafi Björn lagt ást á norska mynd
listarkonu sem hét Svava. Leiðir þeirra skildu vegna þess að bæði vildu
fara til heimalands síns, eða komust ekki hjá því. Að skilnaði hafi konan
gefið Birni dálitla styttu af ungri konu. Þau Björn og Sigríður eignuðust
dóttur sem var skírð Svava og átti eftir að deyja ung. Segir sagan að
móðir hennar hafi hyllst til að ljá henni styttuna sem leikfang þangað til
hún brotnaði. „En prestur sagði ekkert, því enginn stóð hjarta hans nær
en litla stúlkan, sem bar þetta nafn.“13