Tímarit Máls og menningar - 01.05.2007, Blaðsíða 93
D o s t o j e v s k í o g f ö ð u r m o r ð i ð
TMM 2007 · 2 93
afar mikilvægt hlutverk sem erfingja að áhrifum foreldranna. Hafi faðirinn
verið strangur, ofbeldisfullur og grimmur, sækir yfirsjálfið þá eiginleika til
hans og í tengslum þess við sjálfið birtist aftur þollyndið (Passivität), sem þegar
átti að vera bælt. Yfirsjálfið er orðið sadískt og sjálfið verður masókískt – það
er að segja þollynt á kvenlegan hátt. Í sjálfinu þróast mikil þörf fyrir að hljóta
refsingu. Að sumu leyti býðst það til að fórna sér á altari örlaganna og að
öðrum hluta nýtur það þess að yfirsjálfið fer illa með það (það er að segja með
sektarkenndinni). Því að þegar allt kemur til alls er sérhver refsing gelding og
sem slík lætur hún hina gömlu þollyndisafstöðu til föðurins rætast. Jafnvel
örlögin sjálf eru, þegar öllu er til skila haldið, ekki annað en síðar til komið
framvarp af föðurnum.
Eðlilegt mótunarferli samviskunnar hlýtur að vera líkt því afbrigðilega, sem
hér hefur verið lýst. Enn hefur okkur ekki tekist að greina að landamæri þeirra.
Við tökum eftir því að niðurstaðan er að mestu eignuð hinum þollynda hluta
bælds kvenleika. Auk þess hlýtur að skipta máli sem tilfallandi atriði hvort
faðirinn, sem barnið óttast reyndar alltaf, var sérstaklega ofbeldisfullur í raun.
Þannig var það hjá Dostojevskí og hægt er að rekja sterka sektarkennd og
masókískt líferni til mjög ríkrar kvenlegrar hneigðar. Formúlan um Dostoj
evskí verður því þessi: Maður með sérstaklega sterka áskapaða tvíkynja eðlis
gerð, sem getur varið sig af miklum ákafa gegn því að verða háður ofurströng
um föður. Þessi tvíkynjun kemur til viðbótar þeim eðlisþætti, sem við höfum
þegar séð. Köst hans í bernsku, sem líktust dauða, ber því að skilja sem sam
sömun við föðurinn af hálfu sjálfsins, sem yfirsjálfið heimilaði í refsingarskyni:
„Þú vildir drepa föður þinn til að verða faðir. Nú ertu faðir, en dauður faðir.“
Þetta er hin venjulega aðferð sefasýkinnar. Og enn fremur: „Nú er faðir þinn að
drepa þig.“ Fyrir sjálfið er dauðaeinkennið hugarórafullnæging óskar um karl
leika og um leið masókísk fullnæging. Fyrir yfirsjálfið er það fullnæging refs
ingarinnar, þ.e. sadísk fullnæging. Bæði yfirsjálfið og sjálfið gegna áfram hlut
verki föðurins. Í stuttu máli sagt hafa tengslin milli barns og föður haldið sér
efnislega en breyst í tengsl milli sjálfs og yfirsjálfs, þ.e. ný sviðsetning á öðru
sviði. Barnsleg viðbrögð sem þessi, komin frá ödípúsarduldinni, geta horfið, ef
þau fá enga frekari næringu úr raunveruleikanum. En innræti föðurins var
áfram hið sama eða versnaði með árunum, þess vegna viðhélst hatur Dostoj
evskís á hinum vonda föður og drápsóskir. Hugarórarnir verða raunveruleiki
og allar varnir verður að styrkja. Köst Dostojevskís urðu nú flogaveikisköst.
Ennþá merktu þau vafalaust samsömun við föðurinn sem refsingu, en þau
voru orðin skelfileg eins og hinn skelfilegi dauðdagi föðurins sjálfur. Ekki er
unnt að giska á hvað þau höfðu meira að geyma.
Eitt er merkilegt. Í flogboðanum (árunni) var eitt andartak hinnar mestu
sælu. Þetta kann vel að vera eins konar frelsistilfinning við að heyra fréttina
um dauðann og á eftir kom svo strax enn grimmilegri refsing. Við höfum
einmitt ímyndað okkur slíka röð sigurs og sorgar, hátíðagleði og sorgar hjá
bræðrum frumhópsins, sem myrti föður þeirra og við sjáum að er endurtekið
í tótemmáltíðinni.9 Ef það hefði reynst rétt, að Dostojevski hefði engin flog