Tímarit Máls og menningar - 01.05.2007, Blaðsíða 7
Ó l í k i r f j á r s j ó ð i r
TMM 2007 · 2 7
ingarlistar safnhússins, skipanar sala/herbergja og framsetningar safn
gripa. Allir leiki þessir þættir mikilvægt hlutverk í hugmyndafræði
safnsins. Handritið byggi á opinberri kennisetningu – rétt eins og
kirkjur miðalda byggðu á heilagri ritningu – og jafnframt á listasögunni
eins og hún birtist í „alfræðibókum“ á borð við listasögubækur Arna
sons, Jansons eða Gardners í bandarísku samhengi. Safnið sé skipuleggj
andi hins íkonógrafíska „prógramms“ sem safngestinum er ætlað að
ganga inn í og þar með innbyrða – á leiðslukenndan hátt – gildi og hug
myndafræði sem skrifuð hafa verið inn í handritið. Sjá megi listasafnið
sem nokkurs konar smækkaðan alheim („microcosmos“) sem miðlar
algildri sýn á listasöguna – og um leið æðstu gildum samfélagsins.
Að sögn Duncan og Wallach er tilurð listasögunnar, sem línulegrar
frásagnar í ákveðnu orsakasamhengi, og þáttur hennar í uppbyggingu
safnareynslunnar afurð upplýsingarstefnunnar á 18. öld. Listasagan feli
í sér endurskipulagningu listreynslunnar í gegnum rök og lýðræðis
væðingu, sem jafnframt átti að auðvelda hinum almenna þjóðfélags
þegni, nánar tiltekið hinum upplýsta og menntaða borgara, að meðtaka
ákveðna merkingarmiðlun í gegnum listasöguna. Á tímum upplýsing
arinnar hafi orðið til listsögulegt flokkunarkerfi listasafna. Verk hafi
verið merkt og þeim komið fyrir í samræmi við uppeldisfræðileg mark
mið upplýsingarinnar. Málverkum hafi verið skipt upp í skóla eftir þjóð
erni og listsögulegum tímabilum og sérfróðir leiðsögumenn séð um
miðlun þekkingar á verkunum. Listaverkið sjálft hafi orðið þáttur í
íkonógrafískri dagskrá safnsins, verkið hafi verið slitið úr upprunalegu
samhengi og sýnt sem tákn listsögulegs andartaks. Þá hafi líka orðið
keppikefli listasafna að eignast „lykilverk“ listasögunnar. Listasagan
eins og hún hefur þróast síðustu 200 árin sem fræðigrein sé óhugsandi
án safnstofnunarinnar og öfugt.
Fyrirmynd slíkra safna er í umfjöllun þeirra sjálft Louvresafnið í
hjarta Parísarborgar þar sem byggt er á handriti sem miðlar upphafinni
hugmynd um Frakkland sem hinn mikla arftaka vestrænnar siðmenn
ingar (og þar með listasögu). Upprunalega safneignin var sýnd í mót
tökusölum í íburðarmikilli Louvrekonungshöllinni, sem breytt var í
safn undir lok 18. aldar þegar borgarastéttinni tók að vaxa ásmegin með
lýðræðislegu stjórnarfari í tengslum við hugmyndafræði upplýsing
arinnar, samfara borgarmyndun og iðnvæðingu. Almennir borgarar (í
stað þegna konungsríkisins áður) gerðu nú tilkall til hins opinbera þjóð
arauðs sem varðveittur var á ríkislistasafninu Louvre, og framsetning
listaverkanna – með nýrri, sérhannaðri efnisskrá – endurspeglaði hug
myndafræði og hagsmuni borgarastéttarinnar. Í megindráttum felur