Tímarit Máls og menningar - 01.05.2007, Blaðsíða 74
J ó n Yn g v i J ó h a n n s s o n
74 TMM 2007 · 2
um þessa sölu, hafi ekki eitthvað annað markmið, einhvern annan ávinning
af kaupunum en marga metra af sömu ljóðabókunum? Umfjöllun bæði meðal
manna sem og í fjölmiðlum getur skapað jákvæða ímynd – sem bankinn svo
græðir á.2
Þetta er kunnugleg gagnrýni, að list, ljóð og jafnvel skáldsögur geti ekki
gert neitt það bandalag við peninga eða þá sem þeim ráða án þess að
glata sjálfstæði sínu og mengast. Svör Viðars Þorsteinssonar útgáfustjóra
Nýhils við gagnrýni Önnu voru mér meira að skapi, hann benti á að
markaðurinn geti verið bandamaður þeirra sem vilja dreifa róttækum
bókmenntum, Viðar segir:
Ef ég leyfi mér að einfalda svolítið þá má sannarlega segja að samningur Nýhils
við Landsbankann sé dæmi um að „spila með“ öflum markaðarins, að vilja
jákvæðar afleiðingar hans (athygli, lestur, dreifingu, fullnýtingu ljóðabók
arinnar sem „varnings“) en játa vanmátt sinn andspænis því verkefni að t.d. selja
ljóðabækur ódýrt út um allar trissur með viðeigandi dreifingarkerfi, auglýsing
um, fjármagni, o.s.frv., og bjóða vinveittum kapítalistum þess í stað svolítið af
því sem við höfum þó til að dreifa (menningarauðmagn okkar) í skiptum fyrir
að fá bækurnar okkar inn á bókasöfn, og að fá yfirleitt tækifæri til að koma þeim
frá okkur. Við erum að fara leið Benjamins; við erum að smygla okkur inn með
lestinni sem brunar á forsendum sem eru ekki okkar, en við þurfum sjálf á því
að halda – og við vitum að einhvern tíma mun lítil stúlka á Bolungarvík fara á
bókasafnið sitt og lesa Húðlita auðnina og verða uppnumin.3
Kannski er ég svona bláeygur – eða kannski er ástæðan sú að ég var eitt
sinn í sporum stúlkunnar í Bolungarvík – en ég sé ekki að það sé sérlega
vænleg aðferð til eins né neins að gefast upp og bíða þar til heimurinn er
orðinn nógu menntaður til að rjúka út í bókabúð og kaupa nýjar ljóða
bækur í bílförmum, þangað til er sjálfsagt að treysta á hvern þann fjár
sterka aðila sem vill beita afli sínu til að dreifa bókmenntum til sem
flestra – og engin ástæða til að skammast sín fyrir það.
En þó að nota megi markaðinn með ýmsum hætti er ástæða til að
staldra við. Það er eitt að viðurkenna að ljóð og þó einkum skáldsögur
séu óhugsandi án markaðar og markaðssetningar, allt annað að álykta
sem svo að ekki megi amast við því eða gagnrýna það hvernig mark
aðurinn leikur bókmenntirnar. Í fyrsta lagi er ástæða til að staldra við
það hvernig sú takmarkaða athygli sem beinist að bókmenntum á hverju
ári einskorðast við færri og færri verk. Metsala er auðvitað ekki slæm í
sjálfu sér, það var t.d. ævintýralega skemmtilegt að fylgjast með því
hvernig bækur Auðar Jónsdóttur og Braga Ólafssonar urðu allt í einu í