Tímarit Máls og menningar - 01.05.2007, Blaðsíða 32
H e l g i H á l f d a n a r s o n
32 TMM 2007 · 2
dýrkaður skuli svo rausnarlega þessi blessaður umskiptingur, sem eng
inn tjónkar við.
Í Maddömunni með kýrhausinn eru kenningar og getgátur vísinda
manna um hina svokölluðu „Völuspá“ handritanna dregnar mjög í efa,
og allt verkið skoðað og skýrt með rökum frá gerólíku sjónarmiði. Hefði
mátt ætla, að einhver þeirra nýmæla, sem þar vísa til vegar, þættu þess
verð, að á þau yrði brugðið ljósi fræðanna, almenningi til hollrar íhug
unar eða til maklegs varnaðar. En þótt báðir þessir bæklingar, Slettireka
og Maddaman með kýrhausinn, seldust upp og væru gefnir út að nýju
árin 2001 og 2002, var öræfaþögnin um þá í heimkynnum fræðanna
framvegis órofin. Sjá mátti í blöðum ummæli þaðan ættuð, um orðafar
og stíl o.þ.h. en sniðgengin var öll sýnileg afstaða til þeirra nýstárlegu
aðferða, sem þar skipta öllu máli.
Engum hefur dottið í hug að staldra við þá beitingu formsins til leið
réttingar, sem aldrei fyrr hefur reynd verið, nema ef telja skyldi aðferð
mína við 5. vísu Höfuðlausnar Egils í Slettireku. Hún er því hvorki
sprottin upp af því 19. aldar né 20. aldar handahófskáki sem Vésteinn
vill af misgáningi bendla mig við. En fyrir bragðið hefur aðferð
Maddömunnar við Völuspá verið talin „úr tízku“ af ókunnugum, enda
þótt hún sé eina verulega nýjungin sem fram hefur komið þær aldirnar
sem baslið við Völuspá hefur staðið og sú eina aðferð sem drjúgan
árangur hefur borið.
Ég má kannski til gamans geta þess, að Snæbjörn Jónsson bóksali,
sem rak The English Bookshop, skrifaði mér 28.10.1966 og setti ofan í við
mig fyrir að velja bókum mínum vond heiti sem hlytu að spilla fyrir
þeim! Að öðru leyti hrósaði hann Maddömunni duglega, og til staðfest
ingar hóli sínu bætti hann við: „Mundi nokkuð að marka Dr Watson
Kirkconnell … Jeg sendi honum Völuspá yðar, og sjaldan hefir hann svo
innilega fagnað bók er jeg sendi honum.“
Kirkconnell var gerður að heiðursfélaga Hins íslenzka bókmennta
félags árið 1937 (sjá Skírni 1937, ii). Hann þýddi meðal annars Völuspá á
ensku (1930).
Um bókatitlana tvo stendur í svarbréfi mínu: „þar sem ég vildi alls
ekki að leikmannsþankar mínir tækju á sig yfirskin vísindalegrar fræði
mennsku, þá greip ég heiti þessi upp af fyrstu blaðsíðunum; og þar eiga
þau sér skýringu, hvort um sig.“
Nú hefur það gerzt, að ný fræðastofnun leit dagsins ljós og hlaut nafnið
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Ekki var hún fyrr