Tímarit Máls og menningar - 01.05.2007, Blaðsíða 17
Ó l í k i r f j á r s j ó ð i r
TMM 2007 · 2 17
sjálfum. Styðjast má við grein hans „Collecting Ourselves“ til að varpa
ljósi á hvernig hlutir ferðast á milli ólíkra skilgreininga og merking
arsamhengis og til að öðlast innsýn í hvernig Safnasafnið starfar á
mörkum slíkra skilgreininga.23 Í tengslum við vangaveltur um hvað
ákvarðar sannferði (e. „authenticity“) menningarlegrar eða listrænnar
afurðar hefur Clifford búið til eins konar leiðarkort listmenningarkerf
is (sjá mynd) sem skiptist í fjögur svæði:
1) svæði sannferðugra meistaraverka af listrænum toga (sérfræðiþekk
ing, listasafnið, listmarkaðurinn).
2) svæði sannferðugra gripa af listrænum toga (saga og þjóðfræði,
mannfræðisafnið, efnismenning, handverk).
3) svæði meistaraverka sem skortir sannferði og eru „ekkimenning“
(falsanir, uppfinningar, tæknisöfn, andlist og/eða „tilbúnir hlutir“
[„readymades“]).
4) svæði gripa sem skortir sannferði og eru „ekkilist“ (fjöldaframleidd
ir minjagripir handa ferðamönnum, söluvarningur og ýmis sér
söfn).
2
history and forklore
the ethnographic museum
material culture, craft
4
tourist art, commodities
and curio collection
utilities
3
fakes, inventions
the museum of technology
ready-mades and anti-art
1
connoisseurship
the art museum
the art market
(authentic)
(artefact)(masterpiece)
(inauthentic)
non-culture
new, uncommon
not-art
reproduced, commercial
art
original, singular
art
original, singular
List-menningarkerfið: vél sem framleiðir sannferði. Clifford (1994).
Dæmi um hreyfingu af svæði 2 yfir á svæði 1,. þ.e. frá efnismenningu
yfir í „list“, megi t.d. sjá þegar (mannfræðilegir) hlutir sem hafa menn
ingarlegt eða sögulegt gildi, svo sem handverk eða alþýðulistaverk, eru
sýnd í virðulegum listasöfnum. Fölsuð málverk hrapa úr svæði 1 niður