Tímarit Máls og menningar - 01.05.2007, Blaðsíða 90
S i g m u n d F r e u d
90 TMM 2007 · 2
morbus sacer [heilagi sjúkdómurinn], hinn óhugnanlegi sjúkdómur með
ófyrirsjáanlegum og að því er virðist sjálfkrafa krampaflogum, skapgerðar
breytingum sem fela í sér vanstillingu og árásargirni og leiða smám saman til
skerðingar allrar andlegrar getu. En sjúkdómurinn er óljós í báðar áttir, bæði
byrjun hans og lok. Flogin koma snögglega og skarpt með tungubiti og þvaglát
um og vaxa uns þau verða lífshættulegur status epilepticus, þar sem alvarleg
sjálfssköddun fylgir. Einnig geta verið skammvinn yfirlið, svimi sem líður
fljótt frá, og í stað þeirra geta komið stuttar stundir þar sem sjúklingurinn er
líkt og á valdi dulvitundar og gerir eitthvað, sem hann myndi annars ekki gera.
Enda þótt flogin eigi sér jafnaðarlega ókunnar líkamlegar orsakir, geta þau þó,
þegar þau koma í fyrsta sinn, stafað beinlínis frá sálrænum áhrifum (hræðslu)
eða verið að öðru leyti viðbrögð við sálrænni örvun. Þó að vitsmunaleg starf
semi skerðist langoftast, er þó að minnsta kosti vitað um eitt tilfelli þar sem
sjúkleikinn megnaði ekki að trufla háþróaða vitsmunastarfsemi (Helmholtz).
(Önnur tilvik þar sem fullyrt er að eins hátti til eru umdeilanleg eða sama vafa
bundin og hjá Dostojevskí sjálfum.) Þeir, sem haldnir eru flogaveiki geta virst
treggreindir eða seinþroska, alveg eins og sjúkdómnum er oft samfara mikill
fávitaháttur og heilagallar, þó að ekki sé það óhjákvæmilegur fylgifiskur. En
flogin í öllum sínum margbreytileika er einnig að finna hjá öðrum, sem eru
vitsmunalega fullþroska, en með ofursterkt og stjórnlítið tilfinningalíf. Það er
því ekki að undra þó að af þessum sökum sé ómögulegt að líta á flogaveiki sem
einn sjúkdóm. Líkindin sem við sjáum með sjúkdómseinkennunum virðast
kalla eftir starfrænu viðhorfi til þeirra. Það er eins og afbrigðileg hvataútrás
hafi fundið sér leið til að klæðast líkamlegum búningi sem nota mátti við hinar
margvíslegustu aðstæður – bæði þegar um röskun á heilastarfsemi ræðir vegna
alvarlegra vefjaskemmda eða eitrunar eða ófullnægjandi stjórnar á sálarorku
og þegar orkan, sem er að verki í sálarlífinu, nær hættulegu hámarki. Að baki
þessarar tvískiptingar sjáum vér glytta í, að aðferð hvatrænnar útrásar er ein
og hin sama. Og ekki getur þetta verið svo fjarri því sem gerist í kynlífi, því að
það á sér í raun efnafræðilegar orsakir. Gömlu læknarnir kölluðu samfarir litlu
flogaveikina og viðurkenndu með því, að kynmök væru mild aðlögun floga
veikiaðferðarinnar til að slökkva á örvunarspennu.4
,,Flogaveikiviðbragðið“, svo að notað sé samheiti um það, sem sameiginlegt
er, getur áreiðanlega orðið taugaveiklun til ráðstöfunar, en eðli sínu samkvæmt
reynir hún með líkamlegum ráðum að losa um þá spennu, sem hún ræður ekki
við sálrænt. Flogaveikikastið verður þannig sjúkdómseinkenni sefasýkinnar,
aðlagað og breytt af henni, líkt og við spennufall kynmaka. Það er því alveg rétt
að greina að vefræna og „geðræna“ flogaveiki. Máli skiptir þetta í verki, því að
sá, sem hinni fyrrnefndu er haldinn, er með sjúkdóm í heila, en hinn síðar
nefndi er taugaveiklaður. Í fyrra tilvikinu verður sálarlífið fyrir utanaðkom
andi röskun, í hinu er röskunin tjáningarháttur sálarlífsins sjálfs.
Það er afar líklegt að flogaveiki Dostojevskís hafi verið af síðarnefndu gerð
inni. Fullsannað verður það ekki. Til þess þyrfti að vera hægt að fella fyrstu
flogin og sveiflukennt framhald þeirra að sálarlífssögu hans, en um hana