Tímarit Máls og menningar - 01.05.2007, Blaðsíða 79
E n n á ö l d g l æ p s i n s
TMM 2007 · 2 79
díu á annað bókmenntaform er kannski hversu fullkomlega gerilsneydd
hún er allri virðingu eða væntumþykju í garð fyrirmyndarinnar. Við
horf söguhöfundar til fyrirmyndarinnar rétt eins og persóna sögunnar
stappar nærri fyrirlitningu. Steinn, aðstoðarmaður hans Muggur Maí
stjarna, sem er sögumaður líkt og Dr. Watson, og allt það fólk sem verð
ur á vegi þeirra er innantómt og því er lýst af miklum kulda.
Stíll sögunnar er sömuleiðis eins og æfing í vondum stíl, hráar þýð
ingar úr ensku (sem stundum minna á vondar þýðingar en svipuðum
brögðum hefur áður verið beitt í textum eins og 79 af stöðinni eftir
Indriða G. Þorsteinsson) eru áberandi, og oft fyndnar og meinlegar eins
og fleira í sögunni. Hið stórfenglega leyndarmál Heimsins er snjöll bók,
og hún virkar meira að segja algerlega sem glæpasaga. Steinar Bragi er
einn hæfileikaríkasti höfundur sem við eigum, en þessi bók orkar frekar
á mig sem stílæfing en það stórvirki sem maður vonast eftir frá
honum.
Undir himninum er fyrsta skáldsaga Eiríks Guðmundssonar. Ég held
að óhætt sé að segja að margir hafi beðið spenntir eftir henni, og vegna
þess hve áberandi Eiríkur hefur verið um árabil með innblásna pistla í
Víðsjá á Rás 1 er erfitt að fara með hann eins og nýgræðing. Áður hafði
Eiríkur sent frá sér bókina 39 þrep á leið til glötunar (2004) sem kemur
reyndar við sögu í þessari bók eins og fjöldinn allur af öðrum bókum,
ljóðum og textum.
Í Undir himninum segir frá útvarpsmanninum E. Hann hefur lengi
unnið við síðdegisþátt í Ríkisútvarpinu þar sem hann hefur að eigin
sögn barist gegn fasismanum með pistlum sínum. Hann er í launalausu
leyfi þegar sagan gerist og lýsir raunum sínum við skriftir og í sambönd
um við konur sem flestar eru giftar. Jafnframt þessu segir sögumaður
frá uppvexti sínum á stað við ysta haf sem hann kallar hverfið. Hann
hefst handa við að þýða spænska skáldsögu en smám saman breytist
þýðingin í skáldsögu eftir hann sjálfan sem heitir Undir himninum.
Þessi skáldsaga fer síðan á nokkuð ævintýralegt flakk og endar í hönd
um annars höfundar.
Þetta er bók um bækur, um höfunda og lesendur og sambandið þeirra
á milli. Aðalpersónan lýsir því yfir í upphafi að honum gangi illa að
greina á milli skáldskapar og veruleika og síðustu orð bókarinnar eru
svolítið óræð: Nú koma textarnir.4 Sagan býður lesandanum upp í dans
á línunni milli texta og veruleika, þetta er þykjustu ævisaga og ekki
annað hægt en að máta Eirík við aðalpersónuna. E er auðvitað meðvit
aður leikur með ævi Eiríks sjálfs, starfið á útvarpinu, líf hans í Reykjavík
og æska í þorpi passa nær algerlega. Bolvíkingar á aldur við okkur Eirík